Innlent

Konur með háskólapróf með þrisvar sinnum hærri laun en ómenntaðar konur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni segja niðurstöðurnar jafnframt benda til þess að launamunur kynjanna sé minni en opinberar tölur bendi til.
Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni segja niðurstöðurnar jafnframt benda til þess að launamunur kynjanna sé minni en opinberar tölur bendi til. vísir/epa
Viðamikil rannsókn sem gerð var í Bretlandi á launum þeirra sem hafa háskólamenntun og þeirra sem ekki hafa lokið háskólaprófi sýnir að 10 árum eftir útskrift eru konur sem hafa háskólamenntun með þrisvar sinnum hærri laun en kynsystur sínar sem ekki hafa lokið prófi. Frá þessu er greint á vef Guardian.

Um er að ræða stærstu rannsókn sem gerð hefur verið í Bretlandi á því hvaða áhrif háskólamenntun hefur á laun fólks. Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við Cambridge og Harvard auk þess sem Rannsóknarstofnun um ríkisfjármál í Bretlandi kom að henni.

Ekki er jafnmikill munur á launum karla ef litið er til þess hvaða menntun þeir hafa. Laun karla sem hafa háskólagráðu voru tvisvar sinnum hærri en þeirra sem ekki hafa lokið háskólaprófi.

Skattaskýrslur og yfirlit námslána 260 þúsund einstaklinga sem voru í háskólanámi á árunum 1998 til 2011 voru greind í rannsókninni. Litið var á tekjur þátttakenda á skattaárinu 2011-2012.

Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni segja niðurstöðurnar jafnframt benda til þess að launamunur kynjanna sé minni en opinberar tölur gefi til kynna. Launamunur háskólamenntaðra kvenna og karla 10 árum eftir útskrift er 23 prósent samkvæmt rannsókninni en opinberar tölur í Bretlandi benda til þess að launamunurinn sé 33 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×