Enski boltinn

Firmino valdi ellefuna | Milner verður númer sjö

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr 10 í 11. Firmino var númer 10 hjá Hoffenheim en hækkar sig um einn hjá Liverpool.
Úr 10 í 11. Firmino var númer 10 hjá Hoffenheim en hækkar sig um einn hjá Liverpool. vísir/getty
Roberto Firmino, nýjasta liðsmanni Liverpool, hefur verið úthlutað treyjunúmerinu 11.

Firmino, sem Liverpool greiddi 29 milljónir punda fyrir frá Hoffenheim, bað um ellefuna sem er treyjunúmer hans hjá brasilíska landsliðinu.

James Milner, annar af nýju leikmönnunum hjá Liverpool, mun hins vegar spila í treyju númer sjö.

Milner fylgir þar með í fótspor goðsagna í sögu Liverpool á borð við Kevin Keegan, Kenny Dalglish, Steve McManaman og Luís Suárez en þeir báru þetta sama númer.

Framherjinn Danny Ings, sem Liverpool fékk frá Burnley, valdi sér hins vegar númerið 28.


Tengdar fréttir

Ings til Liverpool

Framherjann Danny Ings hefur samið við Liverpool og mun ganga til liðs við Rauða herinn 1. júlí, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×