Albert til PSV: „Stór klúbbur og gott skref fyrir minn feril“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2015 14:27 Feðgarnir Albert og Guðmundur ásamt Magnúsi Agnari Magnússyni, umboðsmanni Alberts. Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Albert Guðmundsson er orðinn leikmaður hollensku meistaranna í knattspyrnu PSV Eindhoven. Vesturbæingurinn skrifaði undir þriggja ára samning í hádeginu í dag á Philips Stadion í Eindhoven með möguleika á einu ári til viðbótar. „Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi. Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Albert eldhress í samtali við Vísi. Kappinn sat á veitingastað í hollensku borginni ásamt föður sínum, Guðmundi Benediktssyni og umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem þeir voru að næra sig eftir tíðindi dagsins.Albert var á mála hjá Heerenveen í tvö ár.Mynd/Heimasíða HeerenweenSpaghettí fyrsta máltíðin„Það er spaghettí bolognese,“ segir Albert aðspurður um fyrstu máltíðina sem varð fyrir valinu sem leikmaður PSV. Hann var greinilega hæstánægður með tíðindi dagsins og hafði hitt á þjálfara aðalliðsins, Phillip Cocu fyrr um daginn sem bauð hann velkominn. „Þetta er stórt stökk fyrir mig. Ekki jafnstórt og frá KR til Heerenveen en svo sannarlega stórt.“ Albert hefur verið á mála hjá Heerenveen frá því í júlí 2013 en færir sig nú um set í Hollandi. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar. Hann segir samninginn stærri og faðir hans, Guðmundur Benediktsson, tekur undir það. Allt sé miklu stærra hjá PSV. „Þetta er risafélag sem hann er að ganga til liðs við. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Guðmundur sem fór ungur að árum í atvinnumennsku til Belgíu. Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður en meiðsli settu strik í reikninginn. Ferillinn var því að mestu hér á landi þar sem hann er sannarlega einn besti leikmaður sem spilað hefur í efstu deild.Gummi Ben og Bjarni Guðjónsson þjálfa karlalið KR í knattspyrnu.vísir/vilhelmErfitt að sitja á leyndarmálinu„Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd Alberts,“ segir Guðmundur sem þekkir hvern krók og kima í íslenskum sem erlendum fótbolta. Hann er aðstoðarþjálfari karlaliðs KR auk þess að vera einn dáðasti knattspyrnulýsandi þjóðarinnar. En var ekkert erfitt að sitja á leyndarmálinu um yfirvofandi félagaskipti Alberts? „Það getur verið svolítið erfitt enda er þetta búið að taka svo langan tíma. En það sem er jákvætt er að þeir eru búnir að reyna að fá hann til félagsins síðan á síðasta ári.“ Albert mun spila með varaliði PSV sem spilar í næstefstu deild. Þá verður hann einnig með 19 ára liðinu sem spilar í Meistaradeild 19 ára liða. Þar mun liðið mæta sömu liðum og aðalliðið mætir í Meistaradeildinni. „Þetta er frábært skref og góður möguleiki fyrir hann.“Ingi Björn Albertsson, afi Alberts, var frábær leikmaður á sínum tíma.Mamma flytur útAlbert hefur verið töluvert á Íslandi í sumar og sá meðal annars sína menn í KR slá út Cork í forkeppni Evrópudeildarinnar á dögunum. „Ég fékk gott sumarfrí á Íslandi útaf þessum félagaskiptum,“ segir Albert sem mun búa á hóteli í Eindhoven næstu vikurnar. Móðir hans, Kristbjörg Ingadóttir sem spilaði lengi í efstu deild hér á landi, mun í framhaldinu flytja út til hans en hjá Heerenveen bjó Albert í húsi ásamt öðrum yngri leikmönnum félagsins. „Það verður frábært að fá mömmu út og komast aftur á Hótel Mömmu,“ segir Albert hinn hressasti. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Auk foreldranna er afi hans Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.
Fótbolti Tengdar fréttir Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47 Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Albert orðinn leikmaður hollensku meistaranna Albert Guðmundsson skrifaði í hádeginu undir samning við Hollandsmeistara PSV Eindhoven. 18. júlí 2015 13:47
Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Hollenskir miðlar fullyrða að PSV vilji Albert Guðmundsson ekki seinna en núna. 18. júlí 2015 11:17