Þjálfari Anítu: Niðurstaðan viss vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 16:40 Aníta varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. vísir/daníel Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01