Teiknar myndir af kattardýrum í útrýmingarhættu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 4. mars 2015 10:00 Gunnar skoðaði uppruna dýranna sem hann teiknar. Vísir/Stefán „Það besta sem kom fyrir mig í sambandi við listina er að ég get unnið í friði án þess að fá truflanir utanfrá. Það er kosturinn við að vera heyrnarlaus. Svo hef ég augu sem ég sé og skynja með,“ segir myndlistamaðurinn Gunnar Snær Jónsson eða Gison Snaer, en hann hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. Hann opnaði í gær fyrstu myndlistarsýningu sína, Gleym mér ey, þar sem hann vinnur með dýr í útrýmingarhættu. „Í þetta sinn nota ég dýr, þar sem ég er mikill dýravinur. Ég hef alltaf verið meðvitaður um dýr í útrýmingarhættu og ég fékk í hjartað að ímynda mér að þessi fallegu dýr munu brátt hverfa þar sem ekki er hugsað nógu vel um þau,“ segir hann. Í framhaldinu fór hann að skoða undirtegundir kattardýra sem eru í útrýmingarhættu og komst að því að flestar tegundir voru í hættu. „Ég fann nokkrar tegundir sem ég vildi nota í listaverkin mín og kannaði margskonar mynstur af upprunalandi þeirra til að endurtúlka menningu sem þessi dýr eiga rótgróin part í. „Markmiðið er svo að fá fólk til að finna fyrir tengslum við þessi dýr, því þessi dýr eru að hverfa, þess vegna heitir sýningin “Gleym mér ei.” því við ættum aldrei að gleyma dýrunum,“ bætir hann við. Í verkunum notast Gunnar aðeins svart og hvítt, nema í augum og nefi dýranna. „Ég nota litina táknrænt fyrir persónuleika þeirra, því þau eru ekki bara hlutur heldur dýr með persónuleika og tilfinningar eins og við. Þó þú þekkir tígrisdýr í sjón, hefur þú velt fyrir þér persónueinkenni þeirra og hvort þið gætuð verið sálufélagar. Kannski vill svo til að áhorfendur finni eitt af kattadýrunum sem minnir þau á sjálfa sig og þar með gleyma þeim aldrei. Þetta var ég með í huga þegar ég gerði verkin,“ segir hann. Sýningin er á veitingastaðnum Coocoo‘s Nest á Grandagarði og verður opin til 31.mars. Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
„Það besta sem kom fyrir mig í sambandi við listina er að ég get unnið í friði án þess að fá truflanir utanfrá. Það er kosturinn við að vera heyrnarlaus. Svo hef ég augu sem ég sé og skynja með,“ segir myndlistamaðurinn Gunnar Snær Jónsson eða Gison Snaer, en hann hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. Hann opnaði í gær fyrstu myndlistarsýningu sína, Gleym mér ey, þar sem hann vinnur með dýr í útrýmingarhættu. „Í þetta sinn nota ég dýr, þar sem ég er mikill dýravinur. Ég hef alltaf verið meðvitaður um dýr í útrýmingarhættu og ég fékk í hjartað að ímynda mér að þessi fallegu dýr munu brátt hverfa þar sem ekki er hugsað nógu vel um þau,“ segir hann. Í framhaldinu fór hann að skoða undirtegundir kattardýra sem eru í útrýmingarhættu og komst að því að flestar tegundir voru í hættu. „Ég fann nokkrar tegundir sem ég vildi nota í listaverkin mín og kannaði margskonar mynstur af upprunalandi þeirra til að endurtúlka menningu sem þessi dýr eiga rótgróin part í. „Markmiðið er svo að fá fólk til að finna fyrir tengslum við þessi dýr, því þessi dýr eru að hverfa, þess vegna heitir sýningin “Gleym mér ei.” því við ættum aldrei að gleyma dýrunum,“ bætir hann við. Í verkunum notast Gunnar aðeins svart og hvítt, nema í augum og nefi dýranna. „Ég nota litina táknrænt fyrir persónuleika þeirra, því þau eru ekki bara hlutur heldur dýr með persónuleika og tilfinningar eins og við. Þó þú þekkir tígrisdýr í sjón, hefur þú velt fyrir þér persónueinkenni þeirra og hvort þið gætuð verið sálufélagar. Kannski vill svo til að áhorfendur finni eitt af kattadýrunum sem minnir þau á sjálfa sig og þar með gleyma þeim aldrei. Þetta var ég með í huga þegar ég gerði verkin,“ segir hann. Sýningin er á veitingastaðnum Coocoo‘s Nest á Grandagarði og verður opin til 31.mars.
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira