Enski boltinn

Sonurinn hafði betur gegn pabbanum

Halldór er hér á hliðarlínunni með Magnúsi Gylfasyni er þeir stýrðu Valsliðinu saman.
Halldór er hér á hliðarlínunni með Magnúsi Gylfasyni er þeir stýrðu Valsliðinu saman. vísir/daníel
Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld.

Það var skemmtilegur slagur á Þórsvelli þar sem fegðar mættust. Halldór Sigurðsson, þjálfari Þórs, og Sigurður Halldórsson, þjálfari Tindastóls. Þar hafði sonurinn betur.

Víkingur Ólafsvík lagði Hauka fyrir vestan í hörkuleik. Svo vakti athygli að ÍR tapaði óvænt fyrir Létti sem er varalið félagsins.

Úrslit:

BÍ/Bolungarvík-Skallagrímur  6-0

Rodchil Junior Prevalus 4, Nikulás Jónsson, Sigurgeir Sveinn Gíslason.

Völsungur-Magni  

Völsungur vann eftir vítakeppni og langan bráðabana. Liðið var manni færra frá 11. mínútu.

KA-Dalvík/Reynir  6-0

Ben Everson 2, Juraj Grizelj 2, Ólafur Aron Pétursson, Ýmir Már Geirsson.

Leiknir F.-Fjarðabyggð 

Fjarðabyggð vann eftir vítakeppni.

Reynir S.-Selfoss  0-2

- Svavar Berg Jóhannsson.

ÍR-Léttir  0-1

- Haukur Már Ólafsson.

Sindri-Höttur  2-3

Höttur vann í vítaspyrnukeppni.

Þór-Tindastóll  2-0

Kristinn Þór Rósbergsson, Jóhann Helgi Hannesson.

Víkingur Ó.-Haukar  2-1

William Dominguez da Silva, Marcos Campos Gimenez - Alexander Helgason.

Augnablik-Njarðvík  1-4

Arnar Sigurðsson - Bergþór Ingi Smárason, Theodór Guðni Halldórsson, Marc Lladosa Ferrer, Arnór Svansson.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×