Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2015 20:30 Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent