Origi skoraði í fyrsta leiknum í Liverpool-treyjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2015 19:15 Divock Origi fagnar markinu með nýju félögum sínum í Liverpool. Vísir/Getty Liverpool keypti Divock Origi frá franska liðinu Lille fyrir ári síðan en þessi tvítugi Belgi spilaði ekki fyrsta leikinn með félaginu fyrr en í dag. Divock Origi átti ekki gott tímabil með Lille í frönsku deildinni eftir að hafa slegið í gegn á HM í Brasilíu en mark í fyrsta leik með Liverpool gæti kannski verið upphafið að betri tíð fyrir framherjann. Liverpool vann 4-0 sigur á tælensku úrvalsliði í í dag í fyrsta leik sínum í æfingaferðinni til suðaustur Asíu en spilað var í miklum hita í Bangkok. Lazar Markovic, Mamadou Sakho, Adam Lallana og Origi skoruðu mörk liðsins í leiknum en staðan var 2-0 í hálfleik. Joao Teixeira, sem er að koma til baka eftir ökklabrot í febrúar þegar hann var á láni hjá Brighton, stóð sig mjög vel og lagði upp tvö fyrstu mörk Liverpool í leiknum. Markvörðurinn Adam Bogdan, varnarmaðurinn Joe Gomez og framherjinn Danny Ings voru allir í byrjunarliðinu og spiluðu sinn fyrsta leik fyrir félagið. Ings var nálægt því að skora en markið hans var dæmt af fyrir brot. Nýju mennirnir, Nathaniel Clyne, James Milner og Origi, komu allir inná í hálfleik en Roberto Firmino er ekki með liðinu þar sem að hann fékk aukafrí eftir Suður-Ameríkukeppnina með brasilíska landsliðinu. Divock Origi skoraði markið sitt með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Jordan Henderson. Áður hafði hann skotið boltanum tvisvar í stöngina og einnig átt skot rétt yfir markið. Origi var mjög líflegur en nýtti færin sín ekki vel. Liðið sem spilaði fyrri hálfleikinn: Bogdan, Gomez, Toure, Sakho, Wisdom, Lucas, Rossiter, Teixeira, Markovic, Ings og Lambert. Liðið sem spilaði seinni hálfleikinn: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Maguire, Allen, Henderson, Milner, Ibe, Lallana og Origi. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool keypti Divock Origi frá franska liðinu Lille fyrir ári síðan en þessi tvítugi Belgi spilaði ekki fyrsta leikinn með félaginu fyrr en í dag. Divock Origi átti ekki gott tímabil með Lille í frönsku deildinni eftir að hafa slegið í gegn á HM í Brasilíu en mark í fyrsta leik með Liverpool gæti kannski verið upphafið að betri tíð fyrir framherjann. Liverpool vann 4-0 sigur á tælensku úrvalsliði í í dag í fyrsta leik sínum í æfingaferðinni til suðaustur Asíu en spilað var í miklum hita í Bangkok. Lazar Markovic, Mamadou Sakho, Adam Lallana og Origi skoruðu mörk liðsins í leiknum en staðan var 2-0 í hálfleik. Joao Teixeira, sem er að koma til baka eftir ökklabrot í febrúar þegar hann var á láni hjá Brighton, stóð sig mjög vel og lagði upp tvö fyrstu mörk Liverpool í leiknum. Markvörðurinn Adam Bogdan, varnarmaðurinn Joe Gomez og framherjinn Danny Ings voru allir í byrjunarliðinu og spiluðu sinn fyrsta leik fyrir félagið. Ings var nálægt því að skora en markið hans var dæmt af fyrir brot. Nýju mennirnir, Nathaniel Clyne, James Milner og Origi, komu allir inná í hálfleik en Roberto Firmino er ekki með liðinu þar sem að hann fékk aukafrí eftir Suður-Ameríkukeppnina með brasilíska landsliðinu. Divock Origi skoraði markið sitt með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Jordan Henderson. Áður hafði hann skotið boltanum tvisvar í stöngina og einnig átt skot rétt yfir markið. Origi var mjög líflegur en nýtti færin sín ekki vel. Liðið sem spilaði fyrri hálfleikinn: Bogdan, Gomez, Toure, Sakho, Wisdom, Lucas, Rossiter, Teixeira, Markovic, Ings og Lambert. Liðið sem spilaði seinni hálfleikinn: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Maguire, Allen, Henderson, Milner, Ibe, Lallana og Origi.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti