Innlent

Hnuplari í Nettó með fíkniefni í fórum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn og við öryggisleit á honum á lögreglustöð fundust svo fíkniefnin.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn og við öryggisleit á honum á lögreglustöð fundust svo fíkniefnin. Vísir/Getty
Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að hnupli í Nettó í Njarðvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi að auki verið með fíkniefni í fórum sínum.

„Maðurinn  hafði í tvígang farið inn í verslunina til að hnupla. Í fyrra skiptið tókst honum ætlunarverk sitt og komst út með harðfisk og pakka af rafhlöðum. Í síðara skiptið var hann á leið út með tvenn heyrnartól þegar starfsmaður verslunarinnar stöðvaði hann.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn og við öryggisleit á honum á lögreglustöð fundust svo fíkniefnin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×