Níunda stórmót Ásdísar á sjö árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum um árabil. Grafík/Fréttablaðið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti