Enski boltinn

Umboðsmaður De Bruyne: Wolfsburg er ekki búið að samþykkja tilboð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Bruyne í leik með Wolfsburg.
De Bruyne í leik með Wolfsburg. Vísir/Getty
Umboðsmaður belgíska kantmannsins Kevin De Bruyne tók fyrir fréttir gærkvöldsins að Manchester City hefði komist að samkomulagi við Wolfsburg um kaupverðið á skjólstæðingi sínum.

Hann greindi þó frá því að félögin væru í viðræðum og samkomulag væri ekki langt undan.

Fréttir bárust frá Þýskalandi í gær að Wolfsburg hefði samþykkt tilboð sem hljómaði upp á 74 milljónir evra frá Manchester City. Hafa ensk blöð orðað De Bruyne við félagið í allt sumar en félögin hafa verið í viðræðum undanfarnar vikur.

Fari svo að gengið verður frá samningnum yrði De Bruyne dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en hann myndi taka þann titil af enska táningnum Raheem Sterling sem gekk til liðs við félagið í sumar frá Liverpool.

„Það er enginn samningur í höfn við Manchester City en félögin gætu komist að samkomulagi á morgun,“ sagði Patrick de Koster, umboðsmaður De Bruyne, í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×