Enski boltinn

Everton hafnar beiðni Stones | Er ekki til sölu

John Stones, leikmaður Everton, eftir leikinn gegn uppeldisfélaginu í gær.
John Stones, leikmaður Everton, eftir leikinn gegn uppeldisfélaginu í gær. Vísir/Getty
Enska félagið Everton hafnaði í dag beiðni John Stones um að vera seldur frá félaginu en hann vill ólmur komast frá félaginu til þess að ganga til liðs við ensku meistaranna í Chelsea.

Hinn 21 árs gamli Stones hefur leikið 47 leiki í öllum keppnum frá því að hann gekk til liðs við Everton sumarið 2013 frá Barnsley. Lék hann fyrstu leiki sína fyrir Englands hönd á síðasta ári en miklar væntingar eru gerðar til hans.

Hefur hann verið nefndur sem arftaki John Terry í enska landsliðinu sem og hjá Chelsea sem hefur verið á eftir honum í allt sumar. Hefur félagið lagt fram þrjú tilboð í hann sem Everton hefur neitað.

„Peningar geta ekki keypt hvað sem er og ef við höfnum tilboðinu erum við að senda sterk skilaboð út að við þurfum ekki að selja okkar bestu leikmenn. Við getum ekki notað þessa peninga til að styrkja liðið í dag,“ sagði Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, aðspurður út í ákvörðun Everton um að hafna beiðninni.

Stones lék allar 120 mínútur leiksins í 5-3 sigri Everton á uppeldisfélagi hans, Barnsley, í enska deildarbikarnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×