Fótbolti

Podolski bjargaði Þjóðverjum

Troisi fagnar marki sínu í kvöld.
Troisi fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Ástralía gerði sér lítið fyrir og nældi í jafntefli, 2-2, gegn heimsmeisturum Þýskalands í kvöld.

Um vináttulandsleik var að ræða og fór hann fram í Kaiserslautern.

Marco Reus kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en James Troisi jafnaði fyrir hlé.

Mile Jedinak kom svo Áströlum yfir á 50. mínútu og það var ekki fyrr en tíu mínútur lifðu leiks sem Lukas Podolski náði að jafna leikinn fyrir Þýskaland og þar við sat.

Óvænt úrslit og flott frammistaða hjá Áströlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×