Innlent

Jólin komin í Rúmfatalagernum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin var tekin í Rúmfatalagernum í Skeifunni í dag.
Myndin var tekin í Rúmfatalagernum í Skeifunni í dag. mynd/brynhildur s. björnsdóttir
Vísi barst í dag mynd af jólavörum sem komnar eru upp í verslunum Rúmfatalagersins. Að sögn Rutar Eiðsdóttur, verslunarstjóra í Rúmfatalagernum í Skeifunni, er um jólavörur frá því í fyrra að ræða.

„Við erum að selja þetta með afslætti núna til þess að rýma fyrir nýju jólavörunum,“ segir Rut í samtali við Vísi.

Aðspurð segir hún að gömlu vörurnar hafi farið upp á svipuðum tíma í fyrra, í lok september.

„Nýju vörurnar koma svo inn núna um mánaðamótin.“

    

IKEA hefur löngum verið þekkt fyrir að vera snemma á ferðinni með jólavörurnar en ekki náðist í verslunarstjóra IKEA þegar Vísir vildi forvitnaðist um hvort að jólin væru komin þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×