Kúbverskur rithöfundur fékk hæli á Íslandi: Telur að hann verði handtekinn snúi hann til baka Höskuldur Kári Schram skrifar 26. september 2015 21:45 Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira