Kúbverskur rithöfundur fékk hæli á Íslandi: Telur að hann verði handtekinn snúi hann til baka Höskuldur Kári Schram skrifar 26. september 2015 21:45 Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“ Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent