Kúbverskur rithöfundur fékk hæli á Íslandi: Telur að hann verði handtekinn snúi hann til baka Höskuldur Kári Schram skrifar 26. september 2015 21:45 Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira