Kúbverskur rithöfundur fékk hæli á Íslandi: Telur að hann verði handtekinn snúi hann til baka Höskuldur Kári Schram skrifar 26. september 2015 21:45 Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira