Enski boltinn

Manchester United á toppnum á einum lista í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paddy McNair.
Paddy McNair. Vísir/Getty
Manchester United kemur best út af ensku úrvalsdeildarliðunum í nýrri könnun á aldri leikmanna þegar þeir fengu fyrsta tækifærið með aðalliði félagsins.

Leikmenn Manchester United sem hafa spilað með liðnu á þessu tímabili voru að meðaltali 22,9 ára gamlir þegar þeir spiluðu sinn fyrsta leik.

Á hinum enda listans eru síðan leikmenn nágrannaliðsins Manchester City sem voru að meðaltali 26,64 ára gamli þegar þeir spiluðu fyrsta leikinn með City.

Liverpool og Arsenal eru í næstu sætum á eftir Manchester City en Englandsmeistarar Chelsea eru í 6. sætinu.

Það var ekki að hjálpa Manchester City í þessum útreikningum að Frank Lampard (36 ára) og Willy Caballero (32 ára) léku sinn fyrsta leik með City á þessu tímabili.

Það kom sér líka vel fyrir Manchester United að ungir leikmenn eins og Luke Shaw, Paddy McNair og Tyler Blackett fengu tækifærið á Old Trafford á leiktíðinni.

Meðalaldur leikmanna liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir spiluðu fyrsta leikinn með félaginu:

1. Manchester United 22,90 ár

2. Liverpool 23,0 ár

3. Arsenal 23,12 ár

4. Newcastle 23,33 ár

5. Southampton 23,48 ár

6. Chelsea 23,98 ár

7. Everton 24,12 ár

8. Aston Villa 24,12 ár

9. Tottenham 24,32 ár

10. Swansea 24,33 ár

11. West Ham 25,25 ár

12. Stoke 25,27 ár

13. Burnley 25,37 ár

14. West Bromwich 25,66 ár

15. Sunderland 25,74 ár

16. Queens Park Rangers 26,08 ár

17. Hull 26,25 ár

18. Crystal Palace 26,30 ár

18. Leicester 26,30 ár

20.  Manchester City 26,64 ár




Fleiri fréttir

Sjá meira


×