Nýju skyttur Gylfa hjá Swansea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Vísir/Getty Swansea City hefur aldrei endað ofar í ensku úrvalsdeildinni en á síðasta tímabili þegar liðið náði áttunda sætinu. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti mikinn þátt í góðu gengi liðsins, var einn af stoðsendingahæstum leikmönnum deildarinnar og jafnframt einn af markahæstu leikmönnum liðsins. Gylfi skoraði 7 mörk og gaf 10 stoðsendingar en hann var mjög ofarlega á blaði þegar kom að mörkum á móti efstu liðum deildarinnar. Samvinna Gylfa og Wilfrieds Bony var rómuð framan af tímabilinu en Gylfi lagði meðal annars upp þrjú mörk fyrir Bony áður en Fílabeinsstrendingurinn var seldur til Manchester City í janúarglugganum. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að salan á Bony hafði áhrif á frammistöðu Gylfa. Gylfi nefnilega gaf átta af tíu stoðsendingum sínum á þeim tíma sem Bony naut við á fyrstu fimm mánuðum tímabilsins. Gylfi náði ekki að gefa stoðsendingu í tólf deildarleikjum í röð eftir að hann lagði upp mark fyrir Wilfried Bony 29. nóvember 2014, eða allt til þess að hann bjó til mark fyrir Bafetimbi Gomis 4. mars 2015. Síðasta stoðsending Gylfa á tímabilinu var síðan á Nélson Oliveira í lok apríl. Frakkinn Bafetimbi Gomis tók við hlutverki Wilfrieds Bony um áramótin og er ein af nýju skyttum Gylfa og félaga í liði Swansea. Í sumar fékk knattspyrnustjórinn Garry Monk síðan tvo nýja framherja til liðsins. Þetta eru Ganamaðurinn André Ayew, sem kom frá franska liðinu Olympique Marseille, og Portúgalinn Éder sem kom frá portúgalska félaginu Braga. Swansea hefur náð í fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum á nýju tímabili en liðið náði jafntefli á útivelli á móti Englandsmeisturum Chelsea og vann 2-0 sigur á Newcastle United í fyrsta heimaleiknum. André Ayew og Bafetimbi Gomis lofa góðu en þeir hafa báðir skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni. Éder þarf að bíða eftir sínu tækifæri en hann hefur fengið samtals 12 mínútur í fyrstu tveimur umferðunum. Gylfi var nálægt því að skora í sigrinum á Newcastle United þegar skot hans fór af slánni og niður á marklínuna en íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki átt þátt í neinu af fyrstu fjórum mörkum liðsins. Fram undan er leikur á móti botnliði Sunderland á útivelli í dag og þá er að sjá hvort Gylfa takist að opna marka- og stoðsendingareikning sinn á nýju tímabili. Hér á síðunni skoðum við aðeins nánar nýju skyttur Gylfa og félaga í Swansea City en það eru helst þessir menn sem eiga að taka við stoðsendingum Gylfa í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Swansea City hefur aldrei endað ofar í ensku úrvalsdeildinni en á síðasta tímabili þegar liðið náði áttunda sætinu. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti mikinn þátt í góðu gengi liðsins, var einn af stoðsendingahæstum leikmönnum deildarinnar og jafnframt einn af markahæstu leikmönnum liðsins. Gylfi skoraði 7 mörk og gaf 10 stoðsendingar en hann var mjög ofarlega á blaði þegar kom að mörkum á móti efstu liðum deildarinnar. Samvinna Gylfa og Wilfrieds Bony var rómuð framan af tímabilinu en Gylfi lagði meðal annars upp þrjú mörk fyrir Bony áður en Fílabeinsstrendingurinn var seldur til Manchester City í janúarglugganum. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að salan á Bony hafði áhrif á frammistöðu Gylfa. Gylfi nefnilega gaf átta af tíu stoðsendingum sínum á þeim tíma sem Bony naut við á fyrstu fimm mánuðum tímabilsins. Gylfi náði ekki að gefa stoðsendingu í tólf deildarleikjum í röð eftir að hann lagði upp mark fyrir Wilfried Bony 29. nóvember 2014, eða allt til þess að hann bjó til mark fyrir Bafetimbi Gomis 4. mars 2015. Síðasta stoðsending Gylfa á tímabilinu var síðan á Nélson Oliveira í lok apríl. Frakkinn Bafetimbi Gomis tók við hlutverki Wilfrieds Bony um áramótin og er ein af nýju skyttum Gylfa og félaga í liði Swansea. Í sumar fékk knattspyrnustjórinn Garry Monk síðan tvo nýja framherja til liðsins. Þetta eru Ganamaðurinn André Ayew, sem kom frá franska liðinu Olympique Marseille, og Portúgalinn Éder sem kom frá portúgalska félaginu Braga. Swansea hefur náð í fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum á nýju tímabili en liðið náði jafntefli á útivelli á móti Englandsmeisturum Chelsea og vann 2-0 sigur á Newcastle United í fyrsta heimaleiknum. André Ayew og Bafetimbi Gomis lofa góðu en þeir hafa báðir skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni. Éder þarf að bíða eftir sínu tækifæri en hann hefur fengið samtals 12 mínútur í fyrstu tveimur umferðunum. Gylfi var nálægt því að skora í sigrinum á Newcastle United þegar skot hans fór af slánni og niður á marklínuna en íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki átt þátt í neinu af fyrstu fjórum mörkum liðsins. Fram undan er leikur á móti botnliði Sunderland á útivelli í dag og þá er að sjá hvort Gylfa takist að opna marka- og stoðsendingareikning sinn á nýju tímabili. Hér á síðunni skoðum við aðeins nánar nýju skyttur Gylfa og félaga í Swansea City en það eru helst þessir menn sem eiga að taka við stoðsendingum Gylfa í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira