Sport

Valdi sjálfan sig sem besta boxara allra tíma

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. vísir/getty
Floyd Mayweather er með sjálfstraustið í lagi. Hann kallar sjálfan sig besta boxara allra tíma og er í engum vafa um að hann sé sá besti.

Mayweather er búinn að berjast 48 sinnum og hefur aldrei tapað. Hann var beðinn um að velja fimm bestu boxara frá upphafi og kom fáum á óvart að hann skildi setja sjálfan sig í efsta sætið.

„Hann hefur sigrað fleiri heimsmeistara en nokkur annar og það á skemmri tíma og í færri bardögum en aðrir," sagði Mayweather en hann talar eðlilega um sjálfan sig í þriðju persónu.

„Mayweather lendir fleiri höggum en aðrir og hefur sjaldan verið látinn finna fyrir því. Hann hefur verið heimsmeistari í 18 ár í fimm mismunandi þyngarflokkum."

Muhammad Ali er almennt talinn sá besti frá upphafi en hann kemst aðeins í fimmta sætið hjá Mayweather.

„Ali var aðeins í einum þyngdarflokki og tapaði í raun þrisvar fyrir Ken Norton. Hann stóð aftur á móti upp úr er hörundsdökkir Bandaríkjamenn stóðu ekki með sínu fólki."

Svo vekur líka athygli að Mike Tyson kemst ekki einu sinni á listann hjá þessum skrautlega íþróttamanni.

Topp fimm listi Mayweather.

  1. Floyd Mayweather
  2. Julio Cesar Chavez
  3. Pernell Whitaker
  4. Roberto Duran
  5. Muhammad Ali
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×