Innlent

Skemmdarverk unnin á Landsbankanum á Akureyri

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Þetta er leiðinlegt. Setur ljótan svip á miðbæinn.“
„Þetta er leiðinlegt. Setur ljótan svip á miðbæinn.“
Spöll voru unnin á húsnæði Landsbankans á Akureyri um síðustu helgi. Krotað hafði verið á bygginguna og var lögreglu gert viðvart, að sögn Arnars Páls Guðmundssonar útibússtjóra.

„Það voru engin frekari skemmdarverk unnin, bara spreyjað með spreybrúsa. Málið hefur verið kært til lögreglu og það er verið að skoða myndavélar í miðbænum,“ segir Arnar.

Orðið „vaxtaræktin“ var krotað stórum stöfum á bygginguna. Arnar segir ómögulegt að lesa í orðið, og segist ekki vita hver var að verki. „Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur, þannig að við lesum ekkert í þetta,“ segir hann og bætir við að búið sé að þrífa krotið af veggjunum.

„En þetta er leiðinlegt. Setur ljótan svip á miðbæinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×