Bandaríkin hafði í kvöld betur gegn Þýskalandi í vináttulandsleik þjóðanna, 2-1.
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði bandaríska liðsins sem er nú að undirbúa sig fyrir Gullbikarinn, álfukeppni mið- og norður Ameríku, í sumar.
Mario Götze kom heimsmeisturunum yfir snemma leiks en Mix Diskerud jafnaði metin rétt áður en flautað var til leikhlés.
Aron fór af velli á 74. mínútu en þremur mínútum fyrir leikslok tryggði Bobby Wood þeim bandarísku sigur.
Fyrir fáeinum dögum vann Bandaríkin 4-3 sigur á Hollandi, öðru sterku evrópsku liði, í vináttulandsleik.
Aron spilaði er Bandaríkin vann Þýskaland
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



