Kristinn: Allt stærra hér en í Svíþjóð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 09:00 Kristinn Steindórsson hefur leik í nótt. vísir/pjetur Kristinn Steindórsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni í deildinni þegar liðið mætir Houston Dynamo á útivelli í nótt. Leikurinn hefst klukkan 20.30 að staðartíma, en 01.30 að íslenskum tíma. „Ég er ekki viss hvort ég verði í byrjunarliðinu en ég býst frekar við því en ekki,“ sagði Kristinn sem var nýbúinn að borða morgunmat þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Kristinn og félagar voru þá komnir til Houston en liðið hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin undanfarnar vikur. „Ég fór utan 9. janúar og þaðan beint að hitta landsliðið. Þegar það verkefni var búið þá byrjaði undirbúningstímabilið hérna. Síðan höfum við bara verið á ferðalagi, fórum tvisvar til Flórída og svo til Texas, bæði til að æfa og spila,“ sagði Kristinn sem skoraði í síðasta æfingaleik Columbus fyrir deildarkeppnina, gegn Oklahoma Energy á laugardaginn fyrir viku. Hann skoraði einnig í æfingaleik gegn FC Dallas í febrúar, sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Kristinn gekk til liðs við Columbus frá Halmstad í Svíþjóð í desember og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kann vel við sig í Bandaríkjunum. „Maturinn er góður og þetta er fínn hópur. Allt er reyndar stærra í sniðum en í Svíþjóð og þetta er aðeins öðruvísi umhverfi. En það hefur gengið vel að komast inn í þetta og það hafa ekki verið nein vandamál,“ sagði Kristinn sem segir gæðin á æfingum vera meiri en í Svíþjóð þar sem hann lék um þriggja ára skeið. „Já, klárlega. Heilt yfir eru meiri gæði á æfingum og undirbúningstímabilið er aðeins erfiðara en í Svíþjóð, það er styttra og keyrslan meiri.“ En hvers konar hlutverk er honum ætlað hjá Columbus? „Við spilum 4-2-3-1 og mitt hlutverk verður að leysa eina af þessum þremur stöðum fyrir aftan framherjann, aðallega þá vinstri kantinn þar sem ég er vanur að vera.“ Kristinn segir markmiðið að bæta árangur síðasta árs þegar Columbus tapaði fyrir New England Revolution í undanúrslitum Austurdeildarinnar, samanlagt 7-3. „Markmiðið er að fara inn í úrslitakeppnina og sjá hversu langt við komust þar. Við ætlum að gera betur en í fyrra,“ sagði Kristinn en breyting hefur orðið á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í MLS-deildinni. Í ár komast sex efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina í stað fimm eins og verið hefur síðustu þrjú ár. Fótbolti Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Kristinn Steindórsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Columbus Crew í bandarísku MLS-deildinni í deildinni þegar liðið mætir Houston Dynamo á útivelli í nótt. Leikurinn hefst klukkan 20.30 að staðartíma, en 01.30 að íslenskum tíma. „Ég er ekki viss hvort ég verði í byrjunarliðinu en ég býst frekar við því en ekki,“ sagði Kristinn sem var nýbúinn að borða morgunmat þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Kristinn og félagar voru þá komnir til Houston en liðið hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin undanfarnar vikur. „Ég fór utan 9. janúar og þaðan beint að hitta landsliðið. Þegar það verkefni var búið þá byrjaði undirbúningstímabilið hérna. Síðan höfum við bara verið á ferðalagi, fórum tvisvar til Flórída og svo til Texas, bæði til að æfa og spila,“ sagði Kristinn sem skoraði í síðasta æfingaleik Columbus fyrir deildarkeppnina, gegn Oklahoma Energy á laugardaginn fyrir viku. Hann skoraði einnig í æfingaleik gegn FC Dallas í febrúar, sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Kristinn gekk til liðs við Columbus frá Halmstad í Svíþjóð í desember og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kann vel við sig í Bandaríkjunum. „Maturinn er góður og þetta er fínn hópur. Allt er reyndar stærra í sniðum en í Svíþjóð og þetta er aðeins öðruvísi umhverfi. En það hefur gengið vel að komast inn í þetta og það hafa ekki verið nein vandamál,“ sagði Kristinn sem segir gæðin á æfingum vera meiri en í Svíþjóð þar sem hann lék um þriggja ára skeið. „Já, klárlega. Heilt yfir eru meiri gæði á æfingum og undirbúningstímabilið er aðeins erfiðara en í Svíþjóð, það er styttra og keyrslan meiri.“ En hvers konar hlutverk er honum ætlað hjá Columbus? „Við spilum 4-2-3-1 og mitt hlutverk verður að leysa eina af þessum þremur stöðum fyrir aftan framherjann, aðallega þá vinstri kantinn þar sem ég er vanur að vera.“ Kristinn segir markmiðið að bæta árangur síðasta árs þegar Columbus tapaði fyrir New England Revolution í undanúrslitum Austurdeildarinnar, samanlagt 7-3. „Markmiðið er að fara inn í úrslitakeppnina og sjá hversu langt við komust þar. Við ætlum að gera betur en í fyrra,“ sagði Kristinn en breyting hefur orðið á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í MLS-deildinni. Í ár komast sex efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina í stað fimm eins og verið hefur síðustu þrjú ár.
Fótbolti Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn