Höfða skaðabótamál vegna átján mánaða á öryggisgangi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á andláti fangans hefur tekið rúmlega þrjú ár. Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. vísir/stefán „Ég er þeirrar skoðunar að vistun á öryggisgangi hafi ekki verið lögum samkvæm. Ég efast stórlega um að það sé nægilega sterk heimild í lögum til að geyma þá í tveggja manna einangrun í eitt og hálft ár,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem ákærður er ásamt Berki Birgissyni, fyrir að hafa beitt samfanga sinn á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans árið 2012. Hólmgeir segir að höfðað verði skaðabótamál vegna ákvörðunar fangelsismálayfirvalda um að vista Annþór og Börk á sérstökum öryggisgangi í fangelsinu í átján mánuði vegna gruns um aðkomu þeirra að andláti fangans. „Nú liggur það fyrir að það verður farið í skaðabótamál vegna þessa, alveg óháð málinu sem er í gangi núna. Eftir að dómur fellur í málinu um andlát fangans þá verður höfðað annað mál,“ segir Hólmgeir. Fyrirtaka málsins, sem saksóknari rekur gegn Annþóri og Berki, fer fram í byrjun september að sögn Hólmgeirs. Að hans bestu vitund hefur ríkissaksóknari ekki ákveðið að fella niður málið þrátt fyrir að niðurstöður fimm erlendra sérfræðinga, sem fengnir voru til að meta skýrslur íslenskra sérfræðinga um andlát fangans, hafi verið á öndverðum meiði við fyrri skýrslurnar.Páll Winkel„Ég hef ekki fengið neitt veður af því frá ríkissaksóknara að hann ætli að fella niður málið og það er hann sem hefur fullt forræði í málinu.“ Helga Magnúsar Guðmundssonar, vararíkissaksóknara hefur ekki tekið afstöðu til matsgerðanna sem bárust síðastar. „Afstaða ákæruvalds um framhald málsins mun verða kunngerð í héraðsdómi en ekki fjölmiðlun eins og gengur,“ segir Helgi. Hólmgeir segir að fangelsisyfirvöld hafi samkvæmt lögum ákveðin úrræði ef grunur leikur á um agabrot. „Þau úrræði voru ekki nýtt þarna. Í fyrsta lagi vegna langs tíma og svo er þarna byrjað að refsa þeim á meðan málið er ennþá í rannsókn sem er ólöglegt. Refsing hefst einungis þegar dómur hefur gengið.“Hólmgeir Elías FlosasonRannsóknin á andláti fangans hefur tekið rúmlega þrjú ár en ákæra var gefin út rúmlega ári eftir atburðinn eða þann 30. maí árið 2013. Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. „Þarna var grunur um að tveir fangar hefðu orðið samfanga sínum að bana. Í afplánun á þessum tíma voru átta aðrir fangar á sama gangi og fanginn lést á. Mikil reiði, hræðsla og miklar tilfinningar voru til staðar meðal allra sem þarna voru vistaðir og því var ekki unnt að hleypa þeim aftur inn á sama gang,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um málið. Að sögn Páls voru aðstæður í fangelsinu að Litla-Hrauni mjög erfiðar á þeim tíma er atvikið átti sér stað. „Það er mikilvægt að skilja að fanga til að halda uppi öryggi í fangelsinu. Önnur fangelsi voru ekki í stakk búin til að skilja að hópa fanga. Aðstæður fangelsiskerfisins voru því mjög snúnar á þessum tíma og eru enn. Þetta mál var öllum erfitt, föngum og starfsfólki,“ bætir Páll við. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að vistun á öryggisgangi hafi ekki verið lögum samkvæm. Ég efast stórlega um að það sé nægilega sterk heimild í lögum til að geyma þá í tveggja manna einangrun í eitt og hálft ár,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem ákærður er ásamt Berki Birgissyni, fyrir að hafa beitt samfanga sinn á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans árið 2012. Hólmgeir segir að höfðað verði skaðabótamál vegna ákvörðunar fangelsismálayfirvalda um að vista Annþór og Börk á sérstökum öryggisgangi í fangelsinu í átján mánuði vegna gruns um aðkomu þeirra að andláti fangans. „Nú liggur það fyrir að það verður farið í skaðabótamál vegna þessa, alveg óháð málinu sem er í gangi núna. Eftir að dómur fellur í málinu um andlát fangans þá verður höfðað annað mál,“ segir Hólmgeir. Fyrirtaka málsins, sem saksóknari rekur gegn Annþóri og Berki, fer fram í byrjun september að sögn Hólmgeirs. Að hans bestu vitund hefur ríkissaksóknari ekki ákveðið að fella niður málið þrátt fyrir að niðurstöður fimm erlendra sérfræðinga, sem fengnir voru til að meta skýrslur íslenskra sérfræðinga um andlát fangans, hafi verið á öndverðum meiði við fyrri skýrslurnar.Páll Winkel„Ég hef ekki fengið neitt veður af því frá ríkissaksóknara að hann ætli að fella niður málið og það er hann sem hefur fullt forræði í málinu.“ Helga Magnúsar Guðmundssonar, vararíkissaksóknara hefur ekki tekið afstöðu til matsgerðanna sem bárust síðastar. „Afstaða ákæruvalds um framhald málsins mun verða kunngerð í héraðsdómi en ekki fjölmiðlun eins og gengur,“ segir Helgi. Hólmgeir segir að fangelsisyfirvöld hafi samkvæmt lögum ákveðin úrræði ef grunur leikur á um agabrot. „Þau úrræði voru ekki nýtt þarna. Í fyrsta lagi vegna langs tíma og svo er þarna byrjað að refsa þeim á meðan málið er ennþá í rannsókn sem er ólöglegt. Refsing hefst einungis þegar dómur hefur gengið.“Hólmgeir Elías FlosasonRannsóknin á andláti fangans hefur tekið rúmlega þrjú ár en ákæra var gefin út rúmlega ári eftir atburðinn eða þann 30. maí árið 2013. Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. „Þarna var grunur um að tveir fangar hefðu orðið samfanga sínum að bana. Í afplánun á þessum tíma voru átta aðrir fangar á sama gangi og fanginn lést á. Mikil reiði, hræðsla og miklar tilfinningar voru til staðar meðal allra sem þarna voru vistaðir og því var ekki unnt að hleypa þeim aftur inn á sama gang,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um málið. Að sögn Páls voru aðstæður í fangelsinu að Litla-Hrauni mjög erfiðar á þeim tíma er atvikið átti sér stað. „Það er mikilvægt að skilja að fanga til að halda uppi öryggi í fangelsinu. Önnur fangelsi voru ekki í stakk búin til að skilja að hópa fanga. Aðstæður fangelsiskerfisins voru því mjög snúnar á þessum tíma og eru enn. Þetta mál var öllum erfitt, föngum og starfsfólki,“ bætir Páll við.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira