Meistararnir í lykilstöðu eftir auðveldan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2015 09:27 Gronkowski í kunnulegri stellingu. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27 NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira