Fæðuskortur í fyrravetur er talin hugsanleg skýring á því að þeir virðast hafa drepist í stórum stíl hér á landi.
Guðmundur Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun segir að menn hafi velt fyrir sér ýmsum orsakaþáttum, en hugurdauði sé hvað líklegasta skýringin.
„Við vitum það svo sem ekki en líklega snýst þetta um fæðuframboð. Þetta er nú tegund sem er þekkt fyrir að sveiflast mikið en hefur verið í mjög miklum vexti seinustu tíu ár, með einstökum toppi sérstaklega fyrir áramót í fyrra.“

Er hætt við að stofninn sé að hrynja?
„Ég held ekki það er bara viðvarandi. hann er þekktur fyrir að sveiflast. Það hafa verið mörg svona ár áður. Ef maður skoðar vetrarfuglatalningar og fuglamerkingaskýrslur og þvíumlíkt þá eru miklar sveiflur í þessum stofni. Þeir hafa mikla viðkomu þegar vel árar, geta orpið oftar en einu sinni og hvert par verpt fjórum til sex eggjum þannig að þeir geta margfaldast á einu sumri,“ sagði Guðmundur Guðmundsson fuglafræðingur.
