Fjölskylda Scott Weiland: Ekki upphefja þennan harmleik Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 09:59 Scott Weiland Vísir/Getty „Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“ Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
„Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“
Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Fleiri fréttir Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Sjá meira
Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30