Fjölskylda Scott Weiland: Ekki upphefja þennan harmleik Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 09:59 Scott Weiland Vísir/Getty „Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“ Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Við erum reið og sár vegna fráfalls hans, en við erum eyðilögð því hann valdi að gefast upp,“ segir Mary Forsberg Weiland í opnu bréfi um barnsföður sinn Scott Weiland sem lést í síðustu viku. Weiland var þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots en Mary Forsberg átti með honum börnin Noah, 15 ára, og Lucy, 13 ára. Hann fannst látinn í rútu í Minnesota síðastliðinn fimmtudag en hann var 48 ára gamall. Mary Forsberg skrifaði bréfið með hjálp barna sinna Noah og Lucy en það birtist á vef bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Í bréfinu biðja þau almenning um að upphefja ekki dauða söngvarans. „Við ætlum ekki að gera lítið úr ótrúlegum hæfileikum Scotts og hafa margir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hæfileika hans á sviði. Tónlistin er komin til að vera. En á einhverjum tímapunkti þarf einhver að benda á að þetta mun gerast aftur því sem samfélag hvetjum við nánast til þess,“ segir í bréfinu.Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“Vísir/GettyMary Forsberg segir marga listamenn illa haldna og ættu að vera undir lækniseftirliti. Hún segir marga þeirra eiga börn sem þrá ekkert annað en samveru með foreldri sínu. „Þú gætir spurt þig, hvernig gátum við vitað af þessu? Við höfðum lesið um hve mikið Scott elskaði að vera með börnunum sínum og hann hefði verið edrú í mörg ár! Það sem þið vilduð ekki kannast við að hann var maður haldinn ofsóknarkennd sem gat ekki munað texta að eigin lögum og var aðeins nokkrum sinnum ljósmyndaður með börnum sínum á fimmtán árum.“ Mary Forsberg segist hafa fegrað sannleikann um Scott þegar hún ritaði bók fyrir nokkrum árum. Hún segir það hafa fengið á sig en hún gerði það fyrir börnin sín. Hún segist hafa varið óteljandi klukkustundum í að hugga Scott eftir að þau skildu. „Þegar hann fékk köst, þegar ég þurfti að ýta honum í sturtu og hella kaffi í hann, bara svo hann gæti farið á hæfileikasýningu með Noah eða á söngleikinn hennar Lucy. Þessar samverustundir voru það næsta sem börnin komust að því að eiga venjulegan pabba. Ef það varði mikið lengur varð það bæði hræðilegt og óþægilegt fyrir þau.“ Hún segist sjálf hafa orðið þunglynd vegna Scott og að hún óttaðist um geðheilsu barna sinna. Það hefði gengið svo langt að barnaverndaryfirvöld tóku fyrir að Scott fengi að vera einn með börnunum. Hún segir börnin hafa aldrei vonast eftir að Scott yrði hinn fullkomni pabbi. „Þau vonuðust bara eftir smá viðleitni. Ef þú ert foreldri sem gerir ekki þitt besta, þá er aðeins óskað eftir að þú reynir og gefist ekki upp. Framfarir, ekki fullkomnun, það er það sem börnin vonast eftir. Okkar von er sú að dauði hans muni veita öðrum von. Veljum að upphefja ekki þennan harmleik sem eðlilegan fylgifisk rokkstjörnulífernisins. Ekki kaupa stuttermabol með dánardægri hans, notaðu peninginn til að fara á leik með barninu þínu eða í ísrúnt.“
Tengdar fréttir Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Scott Weiland látinn Rokkarinn Scott Weiland, fyrrverandi söngvari Stone Temple Pilots, er látinn. Hann lést í Minnesota þegar hljómsveit hans, The Wildabouts, var á tónleikaferðalagi. 4. desember 2015 13:30