Innlent

Rúnar gagnrýnir ökumann fyrir að aka á köttinn hans og láta ekki vita

Birgir Olgeirsson skrifar
Rúnar Sigurjónsson segir þetta mikinn sorgardag eftir að ekið var á köttinn Matthildi.
Rúnar Sigurjónsson segir þetta mikinn sorgardag eftir að ekið var á köttinn Matthildi. Vísir/Facebook
„Þetta er bara hörmulegt slys,“ segir Rúnar Sigurjónsson sem birti skrif á Facebook í dag þar sem hann gagnrýnir þann sem ók á köttinn hans fyrir að hafa ekki látið hlutaðeigandi aðila vita.

„Mín skoðun er sú að fólk eigi að láta opinbera aðila vita með því að hringa í 112. Þetta er náttúrlega bara slys, ekkert við því að gera. En þetta er alveg jafn tilkynningaskylt slys í mínum huga eins og önnur,“ segir Rúnar.

Hann segir líkur á að ökumaðurinn hafi ekki tekið eftir því að hafa ekið yfir köttinn. „Ég vil frekar lifa í þeirri von en að þetta hafi verið skepnuskapur að stinga af. Engu að síður þá er maður að opna augu fólks fyrir því að ef að svona hlutir gerast þá á að láta vita,“ segir Rúnar.

Kisan hét Matthildur en hún fékk heimili hjá Rúnari í vor í gegnum Kattholt eftir að hafa verið heimilislaus. Í fyrstu hafði hún fengið nafnið Mathildur, sökum þess hve mikið matargat hún var, en það breyttist hægt og rólega í Matthildi með tímanum. Hann segir tímann með Matthildi hafa verið dásamlegan. „Og var eflaust paradís á jörðu fyrir hana, frá því að vera heimilislaus köttur. “

Sjá má skrif Rúnars hér fyrir neðan:

Þú sem keyrðir á kisuna mína í dag, stoppaðir, horfðir í baksýnisspegilinn á meðan dýrið lést og ákvaðst svo að keyra í...

Posted by Rúnar Sigurjónsson on Wednesday, December 2, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×