Innlent

Náðu markmiði í fjölda doktora

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Doktorarnir fengu gullmerki Háskóla Íslands.
Doktorarnir fengu gullmerki Háskóla Íslands. Mynd/Háskóli Íslands
Hátíð brautskráðra doktora fór fram fullveldisdaginn 1. desember í Háskóla Íslands.

64 doktorar hafa brautskráðst frá 1. desember 2014. Þar af eru 35 konur, 29 karlar og um þriðjungur erlendir nemar.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fluttu ávörp.

Háskólinn veitti öllum nýju doktorunum gullmerki. Hátíðinni er ætlað að undirstrika áherslu skólans á doktorsnám og rannsóknartengt námsefni.

Skólinn hefur það markmið að útskrifa minnst 60 doktora á ári. Þetta er í annað sinn sem það næst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×