Innlent

Læknar forðast að leita sér lækninga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Læknar forðast það að leita sér lækninga því þeir vilja ekki að óviðkomandi komist yfir upplýsingar um veikindi þeirra.
Læknar forðast það að leita sér lækninga því þeir vilja ekki að óviðkomandi komist yfir upplýsingar um veikindi þeirra. vísir/vilhelm
Læknar virðast tregir til að leita sér lækninga. Það er meðal annars vegna þess að þeir vilja ekki að óviðkomandi komist yfir upplýsingar um veikindi þeirra í gegnum hið almenna sjúkraskráningarkerfi. Strangar reglur gilda um aðgang að slíkum upplýsingum, en þrátt fyrir það eru reglurnar oftar en ekki virtar að vettugi.

Þetta segja þau Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir og Haraldur Erlendsson, yfirlæknir og forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði, í nýjasta Læknablaði. Þau leggja áherslu á að brot á þessum reglum varð brottrekstri, en það dugi þó ekki alltaf til. Spurning sé hvort slíku sé fylgt nægilega vel eftir. Fleiri ástæður liggi þó að baki því að læknar leiti sér ekki aðstoðar.

„Læknar eru gjarnan þannig persónuleikar að þeir eiga erfitt með að viðurkenna veikleika og þá sérstaklega fyrir kollegum sínum. Þetta veldur því að í mörgum tilfellum leita læknar ekki aðstoðar í veikindu fyrr en í óefni er komið og lítið hægt að gera til að snúa blaðinu við.“

Þá segir í Læknablaðinu að erlendar rannsóknir sem gerðar hafi verið á heilsufarið lækna sýni ótvírætt fram á þetta. Náðst hafi góður árangur í þeim löndum þar sem við þessu sé brugðist af skilningi. Haraldur og Gerður nefna Noreg og Katalóníu á Spáni sem dæmi þar sem byggt hafi verið upp kerfi fyrir lækna sem standi til hliðar við hið almenna kerfi þannig að skjólstæðingar séu hvergi skráðir.

 „Í Noregi er einn læknir í hverju fylki sem sinnir þessu verkefni. Aðrir læknar geta leitað til hans í þeirri fullvissu að upplýsingar um þá rati ekki í hendur óviðkomandi,“ segir þau og bæta við að mikilvægt sé að breyta viðhorfi svo hægt sé að taka á vandanum.

Greinina í heild má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×