Innlent

Tannlæknir segir sítrónuvatn verra fyrir tennurnar en gosdrykkir

Ólöf Skaftadóttir skrifar
„Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri,“ segir Hrönn.
„Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri,“ segir Hrönn. Vísir/Getty
Tannlæknirinn Hrönn Róbertsdóttir segir sítrónuvatn verra en gosdrykki fyrir tennurnar. Heilsugúrúar og hinir ýmsu kúrar hafa mælt með neyslu sítrónuvatns um árabil. Hrönn var gestur útvarpsþáttarins í Bítið í morgun.

„Já, nú eru hlutirnir að breytast og fólk þarf að passa betur upp á tennurnar sínar. Hlutirnir eru að breytast þannig að fólk er að halda tönnunum út ævina. Þá fer slit og eyðing á tönnum að skipta miklu meira máli. Og nú, eins og með þessa drykkju á sítrónuvatni, þá erum við tannlæknar að fá inn nýjan hóp – það er heilbrigða fólkið. Frá 35 til 55 ára með mikla glerungseyðingu. Sítróna er með sýrustig frá 2-3 en munnurinn er um 7 í pH gildi. Hættustig munnsins er 5,5 sýrustig þannig að allir drykkir sem eru undir því eru glerungseyðandi. Til dæmis í samanburði við sítrónu eru gosdrykkir, 3 til 4 í sýrustigi. Sítróna er mun súrari en það.

Þannig að í raun og veru er sítrónuvatnið verra en gosdrykkir fyrir tennurnar?



„Já, í raun og veru. Á rannsóknarstofum hefur það alltaf komið þannig út að ávaxtasafar eru verri en gosdrykkir, en síðan í raunveruleikanum voru gosdrykkir að koma verr út. En það var áður en menn fóru að drekka sítrónusafa að staðaldri. Það eru neysluvenjur sem skipta máli í þessu samhengi.“

Hrönn segir ekki gott að drekka gos og láta aldrei líða meira en 10 eða fimmtán mínútur á milli þess sem þú færð þér sopa. „Þá nær líkaminn aldrei að lagfæra sýrustigið upp yfir 5,5. Þannig að áhrifin sem að lágt sýrustig hefur, vara miklu lengur en akkúrat þegar maður er að drekka það.“

Er galdurinn að vera nægilega snöggur að drekka gosið? Eða sítrónuvatnið?

„Já, það er það. Svo er annað. Ef þú ert að drekka heitt sítrónuvatn, þá hefur það meiri áhrif. Fólk finnur það alveg, tennurnar verða mattar. Sem tannlæknir set ég inn fyllingar og þegar ég undirbý það, til að fá bindingu, þá nota ég sýru. Ég nota hana í 5-15 sekúndur og það er alveg nóg. Þannig að áhrifin eru mikil. Sérstaklega þegar um er að ræða svona langtímaneyslu.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×