Innlent

Héraðsdætur komu farþegum á óvart og í jólaskap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar komu gestum á óvart á þriðjudaginn.
Stelpurnar komu gestum á óvart á þriðjudaginn. Skjáskot úr myndbandinu að neðan
Stelpurnar í kvennakórnum Héraðsdætur á Austfjörðum komu gestum á Egilsstaðaflugvelli skemmtilega á óvart á fullveldisdaginn, 1. desember. Gestir í flugvallabyggingunni vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar tveir söngfuglar byrjuðu að syngja jólalög.

Auðvitað voru myndavélar sem fylgdust með viðbrögðum gesta á meðan hver héraðsdóttirin á fætur annarri bættist í hópinn og sungu um jólasnjóinn sem þekur Ísland þessa dagana.

Kórinn var stofnaður árið 2012 en kórstjóri er Margrét Lára Þórarinsdóttir. Næstu tónleikar Héraðsdætra verða í Egilsstaðakirkju á laugardaginn klukkan fimm eins og lesa má um hér.

 

Flash mob

Hér má sjá myndband frá því kórinn Héraðsdætur var með gjörning á Egilsstaðaflugvelli .--------------------------Here you can see a flash mob from the chore 'Héraðsdætur“

Posted by Egilsstaðir International Airport on Monday, November 30, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×