Hákarlinn Helgi Sig: „Hélt að þeir ætluðu að rassskella mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 13:00 Helgi Sigurðsson fagnar marki með Panathinaikos. vísir/gazetta.gr Þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin frá því Helgi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirgaf Panathinaikos í Grikklandi virðist hann langt frá því gleymdur í Aþenu. Helgi, sem fékk viðurnefnið „Hákarlinn“ í Grikklandi, er í viðtali við einn stærsta fréttamiðil landsins þar sem hann ræðir daga sína með Panathinaikos. Helgi, sem er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 1991, gekk í raðir gríska liðsins frá Stabæk árið 1999. Hann skoraði 17 mörk í 47 leikjum á tveimur tímabilum áður en hann fór svo til Lyn í Noregi. „Mín bestu ár á ferlinum voru hjá Panathinakos. Það var ótrúleg upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Ég eyddi þar frábærum árum með fjölskyldu minni og ég minnist verunnar þar enn nú fimmtán árum síðar,“ segir Helgi í viðtalinu.Stuðningsmennirnir vildu bara fagna með Helga.vísir/gazetta.grLétu steinum rigna yfir rútuna Grískir stuðningsmenn eru mjög blóðheitir og taka nýjum mönnum sem hetjum. Helgi átti ekki von á móttökunum sem hann fékk þegar hann kom frá Noregi. „Það var magnað hvernig tekið var á móti mér þegar ég kom til Aþenu. Ég átti aldrei von á að sjá svona marga á flugvellinum. Það var draumi líkast að koma til Aþenu og spila fyrir Panathinaikos. Ég fann fyrir ást stuðningsmannanna,“ segir Helgi. Hann fékk svo heldur betur að kynnast blóðheitum stuðningsmönnum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik. Það var bikarleikur á útivelli gegn Ialisos. „Það sem kom mér á óvart var þegar stuðningsmenn hins liðsins byrjuðu að láta steinum rigna yfir rútuna okkar. Ég fékk sjokk að sjá það þar sem þetta var minn fyrsti leikur,“ segir Helgi sem skoraði tvö mörk í þeim leik og eftir bæði mörkin komu áhorfendur hlaupandi inn á. „Ég hélt að þetta væru stuðningsmenn mótherjanna sem ætluðu að rassskella mig og reyndi þá að flýja. Ég fattaði svo að þetta voru stuðningsmenn Panathinaikos sem vildu bara fagna með mér,“ segir Helgi Sigurðsson. Fótbolti Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin frá því Helgi Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirgaf Panathinaikos í Grikklandi virðist hann langt frá því gleymdur í Aþenu. Helgi, sem fékk viðurnefnið „Hákarlinn“ í Grikklandi, er í viðtali við einn stærsta fréttamiðil landsins þar sem hann ræðir daga sína með Panathinaikos. Helgi, sem er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 1991, gekk í raðir gríska liðsins frá Stabæk árið 1999. Hann skoraði 17 mörk í 47 leikjum á tveimur tímabilum áður en hann fór svo til Lyn í Noregi. „Mín bestu ár á ferlinum voru hjá Panathinakos. Það var ótrúleg upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Ég eyddi þar frábærum árum með fjölskyldu minni og ég minnist verunnar þar enn nú fimmtán árum síðar,“ segir Helgi í viðtalinu.Stuðningsmennirnir vildu bara fagna með Helga.vísir/gazetta.grLétu steinum rigna yfir rútuna Grískir stuðningsmenn eru mjög blóðheitir og taka nýjum mönnum sem hetjum. Helgi átti ekki von á móttökunum sem hann fékk þegar hann kom frá Noregi. „Það var magnað hvernig tekið var á móti mér þegar ég kom til Aþenu. Ég átti aldrei von á að sjá svona marga á flugvellinum. Það var draumi líkast að koma til Aþenu og spila fyrir Panathinaikos. Ég fann fyrir ást stuðningsmannanna,“ segir Helgi. Hann fékk svo heldur betur að kynnast blóðheitum stuðningsmönnum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik. Það var bikarleikur á útivelli gegn Ialisos. „Það sem kom mér á óvart var þegar stuðningsmenn hins liðsins byrjuðu að láta steinum rigna yfir rútuna okkar. Ég fékk sjokk að sjá það þar sem þetta var minn fyrsti leikur,“ segir Helgi sem skoraði tvö mörk í þeim leik og eftir bæði mörkin komu áhorfendur hlaupandi inn á. „Ég hélt að þetta væru stuðningsmenn mótherjanna sem ætluðu að rassskella mig og reyndi þá að flýja. Ég fattaði svo að þetta voru stuðningsmenn Panathinaikos sem vildu bara fagna með mér,“ segir Helgi Sigurðsson.
Fótbolti Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira