Vilja lækka hámarkshraða á hluta Miklubrautar til að draga úr hávaða-og svifryksmengun og auka öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 12:54 Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. vísir/vilhelm Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“ Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira