Vilja lækka hámarkshraða á hluta Miklubrautar til að draga úr hávaða-og svifryksmengun og auka öryggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 12:54 Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. vísir/vilhelm Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að lækka hámarkshraða á Miklubraut í Hlíðum frá Bústaðavegi og Snorrabraut að Kringlumýrarbraut úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Erindi þessa efnis kom frá samgöngudeild umhverfis-og skipulagssviðs og var vísað til starfshóps varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis-og skipulagsráðs, segir að með því að lækka hámarkshraðann sé verið að koma til móts við óskir íbúa sem hafi undanfarið kvartað mikið yfir þungri og hraðri bílaumferð í gegnum hverfi sín. Með því að lækka hámarkshraðann sé meðal annars vonast til að hávaða-og svifryksmengun minnki. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB, gagnrýnir að stefnt sé að því að lækka hámarkshraðann og vill meina að svifryksmengun muni aukast. Hjálmar segir að þessu sé meirihlutinn í borginni ósammála og vill meina að hvoru tveggja, hávaði og mengun, aukist eftir því sem hraðinn er meiri. Þá sé þetta líka spurning um öryggi í umferðinni. „Við erum einfaldlega annarrar skoðunar og íbúar borgarinnar yfirleitt líka því að á íbúafundum er það yfirleitt mál númer 1, 2 og 3 að umferðin sé of hröð. Það er í fyrsta lagi þannig að mikill hraði veldur hættu. Það var einu sinni í gangi hérna slagorðið „Hraðinn drepur.“ Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvort að bíll sé á 50 kílómetra hraða eða 30 kílómetra hraða upp á slysahættu,“ segir Hjálmar. Vegakaflinn sem um ræðir er þjóðvegur í þéttbýli og því þarf Vegagerðin að koma að því ef lækka á hámarkshraðann. „Borgin mun bæði þurfa samþykki lögreglunnar og vegagerðarinnar og við fengum einmitt fulltrúa Vegagerðarinnar og lögreglunnar á fund umhverfis-og skipulagsráðs til að ræða um þessi mál í síðustu viku og þar kom þessi vilji meirihlutans skýrt fram þannig að þessi samræða er farin af stað.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira