Sýknaðir af kröfu LÍN vegna fyrningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2015 16:15 Tveir menn voru sýknaðir af kröfu LÍN um greiðslu og ábyrgð námsláns vegna þess að krafan var fyrnd. Vísir/Valli Tveir menn hafa verið sýknaðir af kröfu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um endurgreiðslu á 6,5 milljóna skróna skuld annars mannsins vegna námslána sem hann tók. Var hinn maðurinn í ábyrgð fyrir lánið. Krafa LÍN taldist fyrnt þar sem ekki var lögð fram krafa í þrotabú mannsins. Málsatvik voru þannig að einstaklingurinn sem um ræðir tók námslán árið 1999 vegna náms í almannatengslum og svo aftur árið 2004 vegna framhaldsnáms í alþjóðastjórnmálum. Greiddi hann samviskusamlega af námslánum sínum frá námslokum til 1. mars 2010 en þá var hann kominn í greiðsluaðlögun og hófst þá tímabundin frestun greiðslna hjá honum. Fórst fyrir að lýsa kröfu í þrotabú mannsins Þann 8. september 2011 krafðist einstaklingurinn þess að bú sitt yrði tekið til gjaldþrotaskipta og var það tekið til slíkra skipta 31. september sama ár. LÍN lýsti ekki kröfu í þrotabúið og kom fram hjá fyrirsvarsmanni LÍN við skýrslugjöf fyrir dómi, að það hefði farist fyrir. Árið 2014 hóf Lánasjóðurinn aftur að rukka manninn vegna námslánanna, greiddi hann fyrstu afborgunina en hafnaði eftir það að þurfa að greiða af láninu. Að mati Lánasjóðsins skuldbatt maðurinn sig til þess að greiða lánið og með því að greiða fyrstu afborgunina mætti telja að hann viðurkenndi skuld sína. Samkvæmt lögum frá 2010 fyrnast kröfurnar á tveimur árum og mátu maðurinn og sá sem var í ábyrgð fyrir láninu stöðuna þannig að þar sem meira en tvö ár væru liðin frá gjaldþrotaskiptum teldist krafa LÍN fyrnd. Héraðsdómur mat það svo að krafa LÍN væri fyrnd enda hafi Lánasjóðurinn ekki gert kröfu í búið innan hins tveggja ára fyrningarfrests. Því var maðurinn sýknaður af kröfu LÍN ásamt hinum manninum en að mati dómsins væri ekki hægt að gera kröfu tul ábyrgðarmannsins af sömu ástæðu og hinn maðurinn var sýknaður. LÍN var einnig gert að greiða 600.000 krónur í málskostnað. Tengdar fréttir Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Menntamálaráðherra segir brýnt að brugðist verði við auknum vanskilum. 14. júlí 2015 07:00 Ólöglærð lagði LÍN Lánasjóðurinn fór fram á að konunni yrði gert að greiða 4,4 milljónir og málskostnað. Konan sagði kröfugerðina vanreifaða og fór fram á frávísun. Dómurinn féllst á það og hefur LÍN verið gert að greiða málskostnað. 2. nóvember 2015 15:33 Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Fjörutíu manns skulda LÍN 1,1 milljarð Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um að þeir sem fá hæstu lánin greiði hlutfallslega minnst. 14. júlí 2015 11:00 Erfingjar Steingríms þurfa að greiða námslán sem hann var ábyrgur fyrir Til viðbótar þurfa þau að greiða dráttarvexti frá því að málið var þingfest í héraði í desember árið 2013. 5. nóvember 2015 16:42 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Tveir menn hafa verið sýknaðir af kröfu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um endurgreiðslu á 6,5 milljóna skróna skuld annars mannsins vegna námslána sem hann tók. Var hinn maðurinn í ábyrgð fyrir lánið. Krafa LÍN taldist fyrnt þar sem ekki var lögð fram krafa í þrotabú mannsins. Málsatvik voru þannig að einstaklingurinn sem um ræðir tók námslán árið 1999 vegna náms í almannatengslum og svo aftur árið 2004 vegna framhaldsnáms í alþjóðastjórnmálum. Greiddi hann samviskusamlega af námslánum sínum frá námslokum til 1. mars 2010 en þá var hann kominn í greiðsluaðlögun og hófst þá tímabundin frestun greiðslna hjá honum. Fórst fyrir að lýsa kröfu í þrotabú mannsins Þann 8. september 2011 krafðist einstaklingurinn þess að bú sitt yrði tekið til gjaldþrotaskipta og var það tekið til slíkra skipta 31. september sama ár. LÍN lýsti ekki kröfu í þrotabúið og kom fram hjá fyrirsvarsmanni LÍN við skýrslugjöf fyrir dómi, að það hefði farist fyrir. Árið 2014 hóf Lánasjóðurinn aftur að rukka manninn vegna námslánanna, greiddi hann fyrstu afborgunina en hafnaði eftir það að þurfa að greiða af láninu. Að mati Lánasjóðsins skuldbatt maðurinn sig til þess að greiða lánið og með því að greiða fyrstu afborgunina mætti telja að hann viðurkenndi skuld sína. Samkvæmt lögum frá 2010 fyrnast kröfurnar á tveimur árum og mátu maðurinn og sá sem var í ábyrgð fyrir láninu stöðuna þannig að þar sem meira en tvö ár væru liðin frá gjaldþrotaskiptum teldist krafa LÍN fyrnd. Héraðsdómur mat það svo að krafa LÍN væri fyrnd enda hafi Lánasjóðurinn ekki gert kröfu í búið innan hins tveggja ára fyrningarfrests. Því var maðurinn sýknaður af kröfu LÍN ásamt hinum manninum en að mati dómsins væri ekki hægt að gera kröfu tul ábyrgðarmannsins af sömu ástæðu og hinn maðurinn var sýknaður. LÍN var einnig gert að greiða 600.000 krónur í málskostnað.
Tengdar fréttir Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Menntamálaráðherra segir brýnt að brugðist verði við auknum vanskilum. 14. júlí 2015 07:00 Ólöglærð lagði LÍN Lánasjóðurinn fór fram á að konunni yrði gert að greiða 4,4 milljónir og málskostnað. Konan sagði kröfugerðina vanreifaða og fór fram á frávísun. Dómurinn féllst á það og hefur LÍN verið gert að greiða málskostnað. 2. nóvember 2015 15:33 Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Fjörutíu manns skulda LÍN 1,1 milljarð Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um að þeir sem fá hæstu lánin greiði hlutfallslega minnst. 14. júlí 2015 11:00 Erfingjar Steingríms þurfa að greiða námslán sem hann var ábyrgur fyrir Til viðbótar þurfa þau að greiða dráttarvexti frá því að málið var þingfest í héraði í desember árið 2013. 5. nóvember 2015 16:42 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Menntamálaráðherra segir brýnt að brugðist verði við auknum vanskilum. 14. júlí 2015 07:00
Ólöglærð lagði LÍN Lánasjóðurinn fór fram á að konunni yrði gert að greiða 4,4 milljónir og málskostnað. Konan sagði kröfugerðina vanreifaða og fór fram á frávísun. Dómurinn féllst á það og hefur LÍN verið gert að greiða málskostnað. 2. nóvember 2015 15:33
Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22
Fjörutíu manns skulda LÍN 1,1 milljarð Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um að þeir sem fá hæstu lánin greiði hlutfallslega minnst. 14. júlí 2015 11:00
Erfingjar Steingríms þurfa að greiða námslán sem hann var ábyrgur fyrir Til viðbótar þurfa þau að greiða dráttarvexti frá því að málið var þingfest í héraði í desember árið 2013. 5. nóvember 2015 16:42