Illugi vill endurskoða lánakerfi LÍN Ingvar Haraldsson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir enga stefnu vera til staðar varðandi úthlutun námslána. vísir/gva Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við. Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða útlánakerfi Lánsjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). „Það er styrkjakerfi fólgið í íslenska námslánakerfinu en það er engin alvöru stefnumótun á bak við hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“ segir Illugi. Í ársskýrslu LÍN, sem kom út í gær, kemur fram að um helmingur útlána LÍN fáist ekki endurgreiddur. Verulegur munur er á því hve mikið lánþegar greiða til baka af lánum sínum eftir því hve há lánsfjárhæðin er. Þannig endurgreiða einstaklingar sem skulda LÍN undir 2,5 milljónum króna 85 prósent af virði lánsins. Þeir sem skulda LÍN yfir 15 milljónir króna endurgreiða hins vegar á milli 18 og 27 prósent af virði lánsins. Ríkið styrkir því þá sem skulda LÍN mest um yfir 70 prósent af lánsfjárhæðinni en þá sem skulda LÍN minnst um 15 prósent að meðaltali. Afskriftir LÍN jukust úr 2,8 milljörðum króna árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014. Þá jukust vanskil hjá Lánasjóðnum um 690 milljónir króna í fyrra. Mest hafa vanskilin aukist hjá yngstu lánþegunum. „Vissulega er það áhyggjuefni að sjá þróunina varðandi vanskilin,“ segir Illugi. Hann segir brýnt að við endurskoðun laga um LÍN verði tekið mið af auknum vanskilum og því hvernig ríkisstyrkir dreifist milli lánþega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. „Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við.
Tengdar fréttir Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir Árskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2013-14 er komin út. 13. júlí 2015 13:22