Innlent

Fjörutíu manns skulda LÍN 1,1 milljarð

Ingvar Haraldsson skrifar
Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um lánasjóðinn.
Framkvæmdastjóri LÍN kallar eftir umræðu um lánasjóðinn. Fréttablaðið/valli
Verulegur munur er á hve mikið einstaklingar endurgreiða af námslánum sínum eftir því hve mikið þeir skulda LÍN.

Heildarskuldir þeirra tuttugu einstaklinga sem lokið hafa námi og skulda LÍN mest nema 663 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í ársskýrslu LÍN sem kom út í gær.

LÍN býst við að fá 80 milljónir króna núvirt endurgreitt frá hópnum, eða 12 prósent lánsfjárhæðarinnar. Þeir tuttugu einstaklingar sem skulda LÍN mest og eru enn í námi skulda um 506 milljónir króna. Því skulda fjörutíu einstaklingar LÍN 1,1 milljarð króna en að líkindum verður aðeins lítill hluti þeirra lána endurgreiddur.

Hrafnhildur ásta þorvaldsdóttir
Þeir einstaklingar sem skulda LÍN minnst endurgreiða virði lána sinna nánast að fullu.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir fullt tilefni til að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins. 

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, kallar eftir umræðu um hvort breyta þurfi lánakerfi LÍN. 

„Viljum við setja aldurstakmörk á hvenær þú getur fengið lán? Átt þú að geta fengið lán eftir sextugt? Á að setja þak á upphæð námslána? Á að breyta afborgunarskilyrðunum með einhverjum hætti?“ spyr Hrafnhildur en bætir við að það sé stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti brugðist verði við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×