Friðrik Þór lendir í tónlistarmyndbandi og tekur til sinna ráða Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 09:00 Friðrik Þór fer á kostum. vísir Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar. Tækni Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar.
Tækni Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira