Fótbolti

PSG heiðrar fórnarlömb hryðjuverkanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða PSG
Paris Saint-Germain hefur látið útbúa sérstaka keppnistreyju fyrir leik liða sinna um helgina.

„Je suis Paris,“ mun standa undir merki félagsins til minningar um fórnarlömbin sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í borginni á föstdagskvöldið.

Kvennalið félagsins klæddist treyjunni í gær í leik sínum gegn sænska liðinu Örebro í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en PSG komst áfram á útivallarmarki eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Karlalið PSG klæðist svo treyjunni fyrst gegn Lorient um helgina. Treyjan verður einnig notuð þegar liðið mætir Malmö í Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu og svo gegn Troyes á heimavelli sínum, Parc des Princes, þar á eftir.

Róbert Gunnarsson og félagar í handboltaliði PSG klæddust treyjunni þegar þeir báru sigurorð af Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í gær, 38-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×