Formaður HRFÍ: English Bull Terrier hugrakkur, fjörmikill og góður innan um fólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 12:50 Fjölskyldan vildi Rjóma hingað til lands á þeim forsendum að hann tengdist henni tilfinningaböndum. Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að rökstyðja þyrfti betur hvers vegna innflutningur á hundum af tegundinni English Bull Terrier sé ekki leyfilegur hér á landi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum íslenskrar fjölskyldu sem vildi flytja slíkan hund inn til landsins. „Dómurinn leggur á það áherslu að þessu mati MAST hefur ekki verið hnekkt. Það þýðir öðrum orðum að það hafi ekki tekist sönnun á því að matið sem MAST lagði til grundvallar hafi verið rangt. Þannig að það verður skemmtielgt að fylgjast með því hvort þessum héraðsdómi verði hreinlega áfrýjað og hvort þetta verði þá við meðferð málsins skoðað betur og rökstutt betur þannig að við fáum afstöðu dómsvaldsins byggða á greinargóðum rökum," sagði Herdís í Bítinu í morgun. Fjölskyldan hefur verið búsett í Noregi um nokkurra ára skeið en hugðist flytjast búferlum til Íslands á næstunni. Hundur þeirra, Rjómi, er af tegundinni English Bull Terrier en sú tegund hefur verið bönnuð hér á landi frá árinu 2004. Að sögn Matvælastofnunar er það meðal annars vegna þess að Bull Terrier hundar og Pit Bull Terrier hundar eiga sér sameiginlega forfeður sem notaðir hafi verið við bjarna- og nautaat og síðar hundaat í Bretlandi. Herdís fór í saumana á málinu í Bítinu í morgun. „Í kringum 1850 þá voru þeir ræktaðir í Englandi aðallega í þeim tilgangi að slást hver við annan í svokölluðu hundaati. En þeir voru lélegir til þess brúks og því ræktunin fljótlega úr því að leggja upp úr þessari árásarhneigð yfir í það að rækta í rauninni gæludýr. Útlit hundsins hefur breyst og jafnframt hefur líka blandast inn í tegundina aðrar tegundir. Þar má nefna að í þessari tegund eru Dalmatíuhundar, Border Collie, Borzoi, þannig að þeir eru komnir ansi langt frá uppruna sínum," útskýrir hún. „Í ræktunarstaðli þessarar tegundar í dag þá er skapgerðinni lýst þannig að þetta sé hugrakkur hundur, hann sé fjörmikill fjörkálfur með jafnaðargeð og viðráðanlegur við þjálfun. Þótt hann sé þrjóskur þá á hann að vera góður innan um fólk.“ Herdís segir félagið þó ekki taka afstöðu til málsins en að ljóst sé að þarna sé um fjölskyldumeðlim að ræða, og að afar sorglegt sé að fjölskyldan þurfi að skilja einn meðlim eftir í Noregi. „Við verðum að taka tillit til þess að hér er það fjölskylda sem er að flytjast heim og það er í rauninni verið að segja fjölskyldunni að þau þurfi að skilja einn meðlim fjölskyldunnar eftir. Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því. “Hlusta má á viðtalið við Herdísi í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Rjómi ekki til landsins Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Matvælastofnun og íslenska ríkið af kröfum karlmanns sem vildi flytja hund sinn, Rjóma, til Íslands. 2. nóvember 2015 16:09