Ólafur vill breytingar eftir skrautlegan vítaspyrnudóm Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 23:32 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland. Vísir/Getty Skrautleg uppákoma átti sér stað í leik Nordsjælland og Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Ólafur Kristjánsson þjálfar fyrrnefnda liðið. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í kvöld var dæmt víti á varnarmann Nordsjælland fyrir að handleika knöttinn. Læriveinar Ólafs voru þá með 1-0 forystu í leiknum og tíu mínútur eftir af leiknum. En Esbjerg skoraði úr vítinu og svo sigurmarkið tveimur mínútum síðar.Sjá einnig: Vafasöm vítaspyrna reyndist Ólafi dýrkeypt Jakob Kehlet, dómari leiksins, vissi upp á sig sökina um leið og hann sá manninn sem fékk vítið dæmt á sig. Hann hafði nefnilega fengið boltann í andlitið - ekki höndina - sem sást best á því að hann var alblóðugur í andlitinu.Hér má sjá upptöku af umræddu atviki, sem og neðst í fréttinni. „Þetta var alveg glórulaust,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta var gegn Esbjerg sem hafði ekki fengið stig lengi. Við komumst snemma yfir, vörðumst vel og vorum komnir yfir erfiðasta hjallann þegar þetta gerðist á 80. mínútu.“ Ólafur lýsir atvikinu svona: „Það kom skot þar sem varnarmaðurinn kastar sér niður. Mér sýndist boltinn hafa farið í skrokkinn á honum en þegar hann stendur upp sést að hann er alblóðugur. Boltinn hafði farið beint í nefið.“ „Dómarinn áttar sig þá á stöðunni og afsakar sig við leikmanninn. Hann gerði sér grein fyrir því að boltinn fór ekki í höndina en hann breytti ekki vítaspyrnudómnum,“ segir Ólafur, sem hitti dómarann eftir leik.Vísir/GettyDómarar eiga að dæma á það sem þeir sjá „Það var ekkert hægt að segja. Hann bara afsakaði sig,“ bætir Ólafur við. Dómarinn sagði honum að hann taldi sig hafa séð boltann fara í hönd leikmannsins. „Það er sífellt verið að tala um að dómarar eigi ekki að dæma nema það sem þeir sjá. Dómarinn taldi að boltinn fór í höndina og fyrir mér er það ekki nóg. En það er ekkert við því að gera.“ Ólafur skilur ekki af hverju það sé ekki hægt að breyta knattspyrnulögum á þann hátt að dómarar geti brugðist við óvæntum aðstæðum sem koma upp í leik, sem og þessum. „Það er svo glórulaust að með allri þeirri tækni sem er til og öllu því sem er undir í leikjunum að menn séu ekki reiðubúnir að skoða hvernig hægt er að komast hjá svona atvikum,“ segir Ólafur.Vísir/GettyÞjálfari geti mótmælt dómi Hann nefnir fleiri íþróttir, líkt og körfubolta, rúgbý og amerískan fótbolta, þar sem dómarar geti nýtt sér sjónvarpstækni til að endurskoða ákvarðanir sínar. Í sumum tilvikum geta þjálfarar liða í ákveðnum íþróttum beðið um að dómarar taki ákveðin atvik til skoðunar. Ólafur vill að knattspyrnan skoði að taka upp samskonar fyrirkomulag, þar sem það er kostur. „Þjálfari gæti til dæmis haft einn möguleika í hvorum hálfleik til að biðja dómara um að skoða ákveðin atvik,“ segir Ólafur sem hvorki áhyggjur af því að slík regla yrði misnotuð eða myndi tefja leikinn. „Ef þjálfari notar þennan kost þá er hann búinn að missa hann. Það verður því að fara sparlega með hann. Allt ferlið gæti tekið um 30 sekúndur. Annað eins fer í að láta vinstri bakvörð hlaupa yfir völlinn til að taka innkast hinum megin á vellinum.“Andreas Maxsø fékk dæmt á sig vítið umrædda í kvöld. Hér fær hann að líta rauða spjaldið í leik fyrr á þessu ári.Vísir/GettyJafna mig í fyrramálið Ólafur rifjar upp þegar hann var sjálfur leikmaður og sú regla tekin upp að leikmönnum var óheimilt að gefa aftur á markverði sína. „Þá átti maður erfitt að sjá fyrir sér hvaða áhrif þetta myndi hafa á knattspyrnuna. En þetta hefur verið ein besta reglubreyting sem hefur verið innleidd. Svo þegar marklínutæknin var innleidd var talað um að það væri ósanngjarnt að nota slíka tækni. Það er ekkert ósanngjarnt við marklínutækni.“ Nordjælland er í sjöunda sæti deildarinnar en hefði með sigri í kvöld farið upp í þriðja sætið. Tapið var því einkar svekkjandi fyrir Ólaf og félaga. „En svona er þetta bara. Ég er svekktur núna en verð búinn að jafna mig þegar ég vakna í fyrramálið,“ segir Ólafur í léttum dúr. Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Skrautleg uppákoma átti sér stað í leik Nordsjælland og Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en Ólafur Kristjánsson þjálfar fyrrnefnda liðið. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í kvöld var dæmt víti á varnarmann Nordsjælland fyrir að handleika knöttinn. Læriveinar Ólafs voru þá með 1-0 forystu í leiknum og tíu mínútur eftir af leiknum. En Esbjerg skoraði úr vítinu og svo sigurmarkið tveimur mínútum síðar.Sjá einnig: Vafasöm vítaspyrna reyndist Ólafi dýrkeypt Jakob Kehlet, dómari leiksins, vissi upp á sig sökina um leið og hann sá manninn sem fékk vítið dæmt á sig. Hann hafði nefnilega fengið boltann í andlitið - ekki höndina - sem sást best á því að hann var alblóðugur í andlitinu.Hér má sjá upptöku af umræddu atviki, sem og neðst í fréttinni. „Þetta var alveg glórulaust,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta var gegn Esbjerg sem hafði ekki fengið stig lengi. Við komumst snemma yfir, vörðumst vel og vorum komnir yfir erfiðasta hjallann þegar þetta gerðist á 80. mínútu.“ Ólafur lýsir atvikinu svona: „Það kom skot þar sem varnarmaðurinn kastar sér niður. Mér sýndist boltinn hafa farið í skrokkinn á honum en þegar hann stendur upp sést að hann er alblóðugur. Boltinn hafði farið beint í nefið.“ „Dómarinn áttar sig þá á stöðunni og afsakar sig við leikmanninn. Hann gerði sér grein fyrir því að boltinn fór ekki í höndina en hann breytti ekki vítaspyrnudómnum,“ segir Ólafur, sem hitti dómarann eftir leik.Vísir/GettyDómarar eiga að dæma á það sem þeir sjá „Það var ekkert hægt að segja. Hann bara afsakaði sig,“ bætir Ólafur við. Dómarinn sagði honum að hann taldi sig hafa séð boltann fara í hönd leikmannsins. „Það er sífellt verið að tala um að dómarar eigi ekki að dæma nema það sem þeir sjá. Dómarinn taldi að boltinn fór í höndina og fyrir mér er það ekki nóg. En það er ekkert við því að gera.“ Ólafur skilur ekki af hverju það sé ekki hægt að breyta knattspyrnulögum á þann hátt að dómarar geti brugðist við óvæntum aðstæðum sem koma upp í leik, sem og þessum. „Það er svo glórulaust að með allri þeirri tækni sem er til og öllu því sem er undir í leikjunum að menn séu ekki reiðubúnir að skoða hvernig hægt er að komast hjá svona atvikum,“ segir Ólafur.Vísir/GettyÞjálfari geti mótmælt dómi Hann nefnir fleiri íþróttir, líkt og körfubolta, rúgbý og amerískan fótbolta, þar sem dómarar geti nýtt sér sjónvarpstækni til að endurskoða ákvarðanir sínar. Í sumum tilvikum geta þjálfarar liða í ákveðnum íþróttum beðið um að dómarar taki ákveðin atvik til skoðunar. Ólafur vill að knattspyrnan skoði að taka upp samskonar fyrirkomulag, þar sem það er kostur. „Þjálfari gæti til dæmis haft einn möguleika í hvorum hálfleik til að biðja dómara um að skoða ákveðin atvik,“ segir Ólafur sem hvorki áhyggjur af því að slík regla yrði misnotuð eða myndi tefja leikinn. „Ef þjálfari notar þennan kost þá er hann búinn að missa hann. Það verður því að fara sparlega með hann. Allt ferlið gæti tekið um 30 sekúndur. Annað eins fer í að láta vinstri bakvörð hlaupa yfir völlinn til að taka innkast hinum megin á vellinum.“Andreas Maxsø fékk dæmt á sig vítið umrædda í kvöld. Hér fær hann að líta rauða spjaldið í leik fyrr á þessu ári.Vísir/GettyJafna mig í fyrramálið Ólafur rifjar upp þegar hann var sjálfur leikmaður og sú regla tekin upp að leikmönnum var óheimilt að gefa aftur á markverði sína. „Þá átti maður erfitt að sjá fyrir sér hvaða áhrif þetta myndi hafa á knattspyrnuna. En þetta hefur verið ein besta reglubreyting sem hefur verið innleidd. Svo þegar marklínutæknin var innleidd var talað um að það væri ósanngjarnt að nota slíka tækni. Það er ekkert ósanngjarnt við marklínutækni.“ Nordjælland er í sjöunda sæti deildarinnar en hefði með sigri í kvöld farið upp í þriðja sætið. Tapið var því einkar svekkjandi fyrir Ólaf og félaga. „En svona er þetta bara. Ég er svekktur núna en verð búinn að jafna mig þegar ég vakna í fyrramálið,“ segir Ólafur í léttum dúr.
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira