Vilja athygli stjórnvalda og krefjast úrbóta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2015 07:00 Sveinlaug fann fólk á Facebook með sömu reynslu og hún fyrir einu og hálfu ári. Hún segir þann hóp hafa bjargað geðheilsu hennar. vísir/vilhelm Síðustu vikur hefur Vísir fjallað um myglusvepp í húsnæði og alvarlegar afleiðingar myglunnar. Fólk hefur deilt sögum sínum; lýst heilsuleysi sínu, andlegum erfiðleikum, atvinnumissi og fjármagnstapi vegna sveppsins. Allir hafa sömu sögu að segja. Ekkert öryggisnet grípur þolendur myglusvepps, engar bætur eru fyrir þá sem tapa öllum sínum eigum eða missa starfið og margir hverjir mæta skilningsleysi hjá heilbrigðiskerfinu. Fólk stendur eitt í þessari baráttu. Í vor voru hagsmunasamtökin Gró stofnuð, sem eru samtök um tengsl heilsu við raka og myglu. Fyrir sex dögum byrjuðu samtökin að safna undirskriftum fyrir áskorun um úrræði fyrir þolendur raka og myglu í húsum. Áskorunin verður send til landlæknis og velferðarráðuneytisins og hafa nú þegar fimm hundruð manns skrifað undir. Sveinlaug Sigurðardóttir er í stjórn samtakanna og segist vonast til að áskorunin verði til þess að farið verði í átak vegna myglusvepps. „Við viljum að það verði hlustað á okkur, að það kvikni áhugi á okkar vandamálum og einhver fari í að skoða og skilja þennan eyðileggjandi myglusvepp. Það er hrikalega erfitt að standa svona í þessu einn og bjargarlaus. Við skorum á stjórnvöld að efla upplýsingu, úrræði og öryggisnet fyrir mjög veikt fólk.“ Sveinlaug segir fyrsta skrefið vera að efla þekkingu og rannsóknir um tengsl myglusvepps og heilsutaps. Hún segir Ísland vera eftirbát annarra landa þegar kemur að viðbrögðum heilbrigðiskerfisins og hún veit um marga sem hafa leitað utan til að fá rannsóknir og svör um veikindi sín. Aðrir senda sjálfir sýni til útlanda. Það er mjög dýrt fyrir hvern einstakling að standa í slíku. „Það er lágmark að sú þekking og tæki og tól sem eru þó til í heiminum séu aðgengileg myglusveppasjúklingum hér á landi. Ég hef kynnt mér þetta svo vel og lengi að ég er farin að ráðleggja læknum, benda á lyf og annað sem þeir vita ekki um.“Eftir að þekking og greining heilbrigðiskerfisins er komin í lag vill Gró að fundin verði meðferðarúrræði fyrir þann mikla fjölda sem lifir ekki eðlilegu lífi vegna veikindanna. „Við viljum endurhæfingarsetur eða deild sem myndi sérhæfa sig í þessum málum. Við getum ekki farið á Grensás vegna rakaskemmda í húsnæði þar, hluti Reykjalundar og Heilsustofnunarinnar í Hveragerði er líka skemmdur. Það þyrfti sértækt húsnæði. Einnig þyrfti bráðabirgðahúsnæði fyrir fólk sem þarf að flytja allslaust út af heimilum sínum.“ Samtökin Gró voru stofnuð í kjölfar þess að nokkrir myglusveppaþolendur hópuðu sig saman og fóru á kaffihús. „Sá andlegi stuðningur sem felst í því að hitta og tala við fólk í sömu stöðu er ólýsanlegur. Því það er ekkert í kerfinu sem hjálpar manni og enginn í samfélaginu veit hvernig á að bregðast við. Margir hafa mætt miklum fordómum og eru mjög feimnir við að tjá sig. Við erum sex hundruð saman í hópi á Facebook en ég veit um fjölmarga sem þora ekki að vera í þeim hópi vegna almenningsálitsins. Það má með sanni segja að myglusveppaveikindi séu tabú.“ Annað baráttumál sem Gró er með á lista sínum snýr að tryggingakerfinu á Íslandi, en engar vátryggingar ná yfir myglusveppatjón. Sveinlaug segir heilsuna þó vera í forgangi. „Í grunninn snýst þessi vandi um heilsu fólks, þess vegna skorum við á landlækni og velferðarráðuneytið. Ef málið er þeim ekki viðkomandi, hverjum þá?“Viðbrögð stjórnvalda Í maí í fyrra kom fram þingsályktunartillaga þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að skipa starfshóp sem taki til heilstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Helstu tillögur starfshópsins til úrbóta felast í aukinni fræðslu, skýrari orðanotkun í reglugerðum og skilvirkara eftirliti í byggingariðnaðinum. Lítið er fjallað um hvernig eigi að bregðast við afleiðingum myglusvepps og því tjóni sem hann hefur nú þegar valdið fólki. Í sérkafla um réttarstöðu einstaklinga er eingöngu komið inn á fasteignakaup og bent á leiðir til að auka neytendavernd að danskri fyrirmynd. Einnig er lagt til að leigusölum verði skylt að segja frá mygluskemmdum í leiguíbúð. Ekki er fjallað um alvarleg veikindi, innbústjón og veikindarétt. Vísir sendi fyrirspurn til ráðuneytisins til að spyrja um hvaða aðgerðir væru á dagskrá þar sem eingöngu er rætt um tillögur í skýrslunni. Í svari frá ráðuneytinu kemur fram að vinna við undirbúning eftirfylgniaðgerða standi yfir en ekki sé hægt að segja meira um næstu skref á þessari stundu. Vísir hafði samband við Landlækni og heilbrigðisráðherra til að fá viðbrögð við áskorun Grós. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði embættið ekki vera með nein sérstök viðbrögð við undirskriftasöfnuninni enda lítið sem embættið geti gert. „Eina sem við getum gert er að hvetja fólk til að fara til lækna og biðja lækna að leiðbeina sér. Þannig virkar heilbrigðiskerfið, hvað eigum við hjá embættinu að gera? Það er fjöldinn allur af öðrum sjúkdómum þar sem orsakir eru illa þekktar – læknar og heilbrigðiskerfið þekkja og kunna ekki á alla hluti. Hér vantar hreinlega rannsóknir og það er ekki embættisins að framkvæma þær,“ segir Þórólfur Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Kominn er tími á mygluna Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. 2. október 2015 06:00 Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Síðustu vikur hefur Vísir fjallað um myglusvepp í húsnæði og alvarlegar afleiðingar myglunnar. Fólk hefur deilt sögum sínum; lýst heilsuleysi sínu, andlegum erfiðleikum, atvinnumissi og fjármagnstapi vegna sveppsins. Allir hafa sömu sögu að segja. Ekkert öryggisnet grípur þolendur myglusvepps, engar bætur eru fyrir þá sem tapa öllum sínum eigum eða missa starfið og margir hverjir mæta skilningsleysi hjá heilbrigðiskerfinu. Fólk stendur eitt í þessari baráttu. Í vor voru hagsmunasamtökin Gró stofnuð, sem eru samtök um tengsl heilsu við raka og myglu. Fyrir sex dögum byrjuðu samtökin að safna undirskriftum fyrir áskorun um úrræði fyrir þolendur raka og myglu í húsum. Áskorunin verður send til landlæknis og velferðarráðuneytisins og hafa nú þegar fimm hundruð manns skrifað undir. Sveinlaug Sigurðardóttir er í stjórn samtakanna og segist vonast til að áskorunin verði til þess að farið verði í átak vegna myglusvepps. „Við viljum að það verði hlustað á okkur, að það kvikni áhugi á okkar vandamálum og einhver fari í að skoða og skilja þennan eyðileggjandi myglusvepp. Það er hrikalega erfitt að standa svona í þessu einn og bjargarlaus. Við skorum á stjórnvöld að efla upplýsingu, úrræði og öryggisnet fyrir mjög veikt fólk.“ Sveinlaug segir fyrsta skrefið vera að efla þekkingu og rannsóknir um tengsl myglusvepps og heilsutaps. Hún segir Ísland vera eftirbát annarra landa þegar kemur að viðbrögðum heilbrigðiskerfisins og hún veit um marga sem hafa leitað utan til að fá rannsóknir og svör um veikindi sín. Aðrir senda sjálfir sýni til útlanda. Það er mjög dýrt fyrir hvern einstakling að standa í slíku. „Það er lágmark að sú þekking og tæki og tól sem eru þó til í heiminum séu aðgengileg myglusveppasjúklingum hér á landi. Ég hef kynnt mér þetta svo vel og lengi að ég er farin að ráðleggja læknum, benda á lyf og annað sem þeir vita ekki um.“Eftir að þekking og greining heilbrigðiskerfisins er komin í lag vill Gró að fundin verði meðferðarúrræði fyrir þann mikla fjölda sem lifir ekki eðlilegu lífi vegna veikindanna. „Við viljum endurhæfingarsetur eða deild sem myndi sérhæfa sig í þessum málum. Við getum ekki farið á Grensás vegna rakaskemmda í húsnæði þar, hluti Reykjalundar og Heilsustofnunarinnar í Hveragerði er líka skemmdur. Það þyrfti sértækt húsnæði. Einnig þyrfti bráðabirgðahúsnæði fyrir fólk sem þarf að flytja allslaust út af heimilum sínum.“ Samtökin Gró voru stofnuð í kjölfar þess að nokkrir myglusveppaþolendur hópuðu sig saman og fóru á kaffihús. „Sá andlegi stuðningur sem felst í því að hitta og tala við fólk í sömu stöðu er ólýsanlegur. Því það er ekkert í kerfinu sem hjálpar manni og enginn í samfélaginu veit hvernig á að bregðast við. Margir hafa mætt miklum fordómum og eru mjög feimnir við að tjá sig. Við erum sex hundruð saman í hópi á Facebook en ég veit um fjölmarga sem þora ekki að vera í þeim hópi vegna almenningsálitsins. Það má með sanni segja að myglusveppaveikindi séu tabú.“ Annað baráttumál sem Gró er með á lista sínum snýr að tryggingakerfinu á Íslandi, en engar vátryggingar ná yfir myglusveppatjón. Sveinlaug segir heilsuna þó vera í forgangi. „Í grunninn snýst þessi vandi um heilsu fólks, þess vegna skorum við á landlækni og velferðarráðuneytið. Ef málið er þeim ekki viðkomandi, hverjum þá?“Viðbrögð stjórnvalda Í maí í fyrra kom fram þingsályktunartillaga þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að skipa starfshóp sem taki til heilstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Helstu tillögur starfshópsins til úrbóta felast í aukinni fræðslu, skýrari orðanotkun í reglugerðum og skilvirkara eftirliti í byggingariðnaðinum. Lítið er fjallað um hvernig eigi að bregðast við afleiðingum myglusvepps og því tjóni sem hann hefur nú þegar valdið fólki. Í sérkafla um réttarstöðu einstaklinga er eingöngu komið inn á fasteignakaup og bent á leiðir til að auka neytendavernd að danskri fyrirmynd. Einnig er lagt til að leigusölum verði skylt að segja frá mygluskemmdum í leiguíbúð. Ekki er fjallað um alvarleg veikindi, innbústjón og veikindarétt. Vísir sendi fyrirspurn til ráðuneytisins til að spyrja um hvaða aðgerðir væru á dagskrá þar sem eingöngu er rætt um tillögur í skýrslunni. Í svari frá ráðuneytinu kemur fram að vinna við undirbúning eftirfylgniaðgerða standi yfir en ekki sé hægt að segja meira um næstu skref á þessari stundu. Vísir hafði samband við Landlækni og heilbrigðisráðherra til að fá viðbrögð við áskorun Grós. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði embættið ekki vera með nein sérstök viðbrögð við undirskriftasöfnuninni enda lítið sem embættið geti gert. „Eina sem við getum gert er að hvetja fólk til að fara til lækna og biðja lækna að leiðbeina sér. Þannig virkar heilbrigðiskerfið, hvað eigum við hjá embættinu að gera? Það er fjöldinn allur af öðrum sjúkdómum þar sem orsakir eru illa þekktar – læknar og heilbrigðiskerfið þekkja og kunna ekki á alla hluti. Hér vantar hreinlega rannsóknir og það er ekki embættisins að framkvæma þær,“ segir Þórólfur
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Kominn er tími á mygluna Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. 2. október 2015 06:00 Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Kominn er tími á mygluna Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað. 7. október 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. 2. október 2015 06:00
Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00