Umdeild könnun á Útvarpi Sögu: Langflestir treystu Bubba í gær en 5% í dag Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2015 16:24 Bubbi Morthens og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að tónlistarmaðurinn bannaði útvarpsstöðinni að spila lög sín í síðasta mánuði. Vísir Niðurstöður umtalaðrar skoðanakönnunar Útvarps Sögu, þar sem spurt var hvort hlustendur treystu tónlistarmanninum Bubba Morthens, eru um margt einkennilegar. Í gær og í morgun sýndi tölfræðin að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, rúmlega 40 þúsund manns, sögðust treysta Bubba en á síðu útvarpsstöðvarinnar nú stendur að þessu sé öfugt farið, rúmlega 40 þúsund segjast ekki treysta honum. Alls bárust 44.442 atkvæði, margfalt fleiri en í nokkurri könnun sem útvarpsstöðin hefur áður birt. Til samanburðar má nefna að sennilega sú allra umdeildasta til þessa, þar sem spurt var hvort hlustendur treystu múslimum, taldi alls 4.614 atkvæði. Kannanirnar eru þó þess eðlis að þátttakendur geta greitt atkvæði eins oft og þeir vilja. Sem fyrr segir, segir könnunin nú að langflestir hafi sagst ekki treysta Bubba, alls 41.997. 2.188 segist treysta honum en 257 séu hlutlausir. Þessu var þó þveröfugt farið í gær, en þá sögðust rúmlega 40 þúsund manns treysta söngvaranum. Þess má geta að í fyrradag fjallaði Vísir um þátttöku í könnuninni, þá höfðu rúmlega 2.600 tekið þátt og naumur meirihluti, 1.293 gegn 1.212, sagðist ekki treysta Bubba.Sjá einnig: Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens Jafnframt vekur athygli að á skýringarmyndinni með könnuninni er fjöldi þeirra sem kusu „nei“ litaður rauður en þeirra sem kusu „já“ gulur. Þessu er þveröfugt farið í öllum eldri könnunum stöðvarinnar. Bubbi Morthens og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að tónlistarmaðurinn bannaði útvarpsstöðinni að spila lög sín í síðasta mánuði. Sagði hann stöðina ala á fordómum og mannhatri og að hún þrifist í „andlegum skugga.“ Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, við gerð þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Vill banna Útvarpi Sögu að nota kennistefin Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segist ekki njóta sannmælis og að hún hafi lengi mátt sæta einelti og skoðanakúgun. 25. september 2015 14:35 Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens Ekki hefur staðið á undirtektunum frá því að Útvarp Saga setti merkilega skoðanakönnun í loftið í dag. 9. október 2015 20:46 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21 Pétur á Útvarpi Sögu um ummæli Bubba: „Ekkert áfengi hér“ Útvarp Saga spurði hlustendur hvort þeir treystu tónlistarmanninum Bubba Morthens. 9. október 2015 14:21 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira
Niðurstöður umtalaðrar skoðanakönnunar Útvarps Sögu, þar sem spurt var hvort hlustendur treystu tónlistarmanninum Bubba Morthens, eru um margt einkennilegar. Í gær og í morgun sýndi tölfræðin að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda, rúmlega 40 þúsund manns, sögðust treysta Bubba en á síðu útvarpsstöðvarinnar nú stendur að þessu sé öfugt farið, rúmlega 40 þúsund segjast ekki treysta honum. Alls bárust 44.442 atkvæði, margfalt fleiri en í nokkurri könnun sem útvarpsstöðin hefur áður birt. Til samanburðar má nefna að sennilega sú allra umdeildasta til þessa, þar sem spurt var hvort hlustendur treystu múslimum, taldi alls 4.614 atkvæði. Kannanirnar eru þó þess eðlis að þátttakendur geta greitt atkvæði eins oft og þeir vilja. Sem fyrr segir, segir könnunin nú að langflestir hafi sagst ekki treysta Bubba, alls 41.997. 2.188 segist treysta honum en 257 séu hlutlausir. Þessu var þó þveröfugt farið í gær, en þá sögðust rúmlega 40 þúsund manns treysta söngvaranum. Þess má geta að í fyrradag fjallaði Vísir um þátttöku í könnuninni, þá höfðu rúmlega 2.600 tekið þátt og naumur meirihluti, 1.293 gegn 1.212, sagðist ekki treysta Bubba.Sjá einnig: Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens Jafnframt vekur athygli að á skýringarmyndinni með könnuninni er fjöldi þeirra sem kusu „nei“ litaður rauður en þeirra sem kusu „já“ gulur. Þessu er þveröfugt farið í öllum eldri könnunum stöðvarinnar. Bubbi Morthens og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að tónlistarmaðurinn bannaði útvarpsstöðinni að spila lög sín í síðasta mánuði. Sagði hann stöðina ala á fordómum og mannhatri og að hún þrifist í „andlegum skugga.“ Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, við gerð þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Vill banna Útvarpi Sögu að nota kennistefin Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segist ekki njóta sannmælis og að hún hafi lengi mátt sæta einelti og skoðanakúgun. 25. september 2015 14:35 Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens Ekki hefur staðið á undirtektunum frá því að Útvarp Saga setti merkilega skoðanakönnun í loftið í dag. 9. október 2015 20:46 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21 Pétur á Útvarpi Sögu um ummæli Bubba: „Ekkert áfengi hér“ Útvarp Saga spurði hlustendur hvort þeir treystu tónlistarmanninum Bubba Morthens. 9. október 2015 14:21 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Sjá meira
Vill banna Útvarpi Sögu að nota kennistefin Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segist ekki njóta sannmælis og að hún hafi lengi mátt sæta einelti og skoðanakúgun. 25. september 2015 14:35
Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens Ekki hefur staðið á undirtektunum frá því að Útvarp Saga setti merkilega skoðanakönnun í loftið í dag. 9. október 2015 20:46
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30
Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21
Pétur á Útvarpi Sögu um ummæli Bubba: „Ekkert áfengi hér“ Útvarp Saga spurði hlustendur hvort þeir treystu tónlistarmanninum Bubba Morthens. 9. október 2015 14:21