Stórmyndin Pan sögð mesta klúður ársins Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 10:51 Hugh Jackman og Levi Miller leika Svartskegg og Pétur Pan í þessari nýju stórmynd. Vísir/IMDb Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Pan er sögð eitt mesta klúður ársins. Myndin þénaði aðeins 15,5 milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum um liðna helgi og náði því aðeins að endurheimta 10,3 prósent af framleiðslukostnaði myndarinnar sem er sagður 150 milljónir dollara, um 18,6 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að kvikmyndin Fantastic Four, sem gekk hrikalega þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum í sumar, náði að endurheimta 22 prósent af framleiðslukostnaði sínum á frumsýningarhelgi sinni. Myndin þénaði 25,6 milljónir dollara á opnunarhelginni en kostaði um 122 milljónir dollara í framleiðslu. Disney-kvikmyndin Tomorrowland kemur þar á eftir en hún þénaði 33 milljónir dollara á frumsýningarhelgi en kostaði 190 milljónir dollara íframleiðslu og endurheimti því aðeins 17 prósent kostnaðarins. Vefurinn Mashable segir frá þessu þessu „floppi“ Pan en biður lesendur um að hafa í hug að þegar fjallað er um endurheimtur á framleiðslukostnaði kvikmyndina á frumsýningarhelgum þeirra þá sé verið að vísa í óopinberar og einfaldaðar tölur. Árangur kvikmynda sé í raun mældur með flókinni blöndu af árangri í miðasölu og í gegnum efnisveitur um allan heim. Þær tölur eru síðan bornar saman við framleiðslukostnað, kostnað við markaðssetningu og hagnaðarhlutdeild útgáfufyrirtækisins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa reynt að svara því hvað fór úrskeiðis við gerð Pans, sem hefur heldur ekki hlotið góða dóma. Margir benda á leikstjórann Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndirnar Pride & Prejudice og Atonement, sem samtals fengu ellefu óskarsverðlaunatilnefningar. Pan var hins vegar fyrsta stórmyndin hans. Hún var sýnd í 3.500 kvikmyndasölum í Bandaríkjunum um liðna helgi og töldu margir að það myndi skila henni einhverjum árangri en raunin varð önnur.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira