Sonur Sir Alex aftur kominn með stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 17:15 Feðgarnir Sir Alex Ferguson og Darren Ferguson unnu báðir titla vorið 2011. Vísir/Getty Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er ekki lengur atvinnulaus en C-deildarliðið Doncaster Rovers hefur ráðið hann sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hinn 43 ára gamli Ferguson hefur verið án starfs síðan að hann hætti hjá Peterborough í febrúar eftir fjögurra ára starf. Darren Ferguson var þar að enda sína aðra lotu með Peterborough en hann gerði góða hluti með Peterborough á árunum 2007 til 2009 þegar liðið fór upp um tvær deildir og alla leið í B-deildina. Það er ekki auðvelt að fylgja í fótspor sigursælasta stjóra alla tíma en Darren Ferguson á enn eftir að fá tækifærið í efstu deild. Ferguson tekur við stöðu landa síns Paul Dickov sem var rekinn 8. september eftir að liðið náði aðeins í sex stig í fyrstu sex leikjum sínum. Rob Jones tók tímabundið við liðinu og liðið vann aðeins einn af sex leikjum undir hans stjórn. Það er aðeins markatala sem heldur liðinu frá fallsæti eins og staðan er í dag. „Við erum með góðan hóp leikmanna og markmiðið er að komast upp í B-deildina. Óvissunni er lokið og nú getum við byrjað upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Sýn mín og eigandana passar vel saman og það var því enginn vafi í mínum huga,“ sagði Darren Ferguson við BBC. Darren Ferguson var fótboltamaður á sínum tíma og lék meðal annars 27 leiki undir stjórn pabba síns hjá Manchester United á árunum 1990 til 1994. Hann var síðan í fimm ár hjá Wolverhampton Wanderers og átta ár hjá Wrexham. Ferguson tók fyrst við Peterborough United árið 2007 og stýrði því til 2009. Hann var síðan í minna en eitt ár með Preston North End áður en hann snéri aftur til Peterborough árið 2011. Ferguson var síðan með Peterborough-liðið frá 12. janúar 2011 til 21. febrúar 2015. Darren Ferguson verður 44 ára gamall í febrúar næstkomandi en þegar faðir hans Sir Alex Ferguson var á sama aldri var hann einu ári frá því að taka við liði Manchester United. Ferguson vann síðan 38 titla með Manchester United frá 1986 til 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15 Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45 „Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45 Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24 Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30 Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er ekki lengur atvinnulaus en C-deildarliðið Doncaster Rovers hefur ráðið hann sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Hinn 43 ára gamli Ferguson hefur verið án starfs síðan að hann hætti hjá Peterborough í febrúar eftir fjögurra ára starf. Darren Ferguson var þar að enda sína aðra lotu með Peterborough en hann gerði góða hluti með Peterborough á árunum 2007 til 2009 þegar liðið fór upp um tvær deildir og alla leið í B-deildina. Það er ekki auðvelt að fylgja í fótspor sigursælasta stjóra alla tíma en Darren Ferguson á enn eftir að fá tækifærið í efstu deild. Ferguson tekur við stöðu landa síns Paul Dickov sem var rekinn 8. september eftir að liðið náði aðeins í sex stig í fyrstu sex leikjum sínum. Rob Jones tók tímabundið við liðinu og liðið vann aðeins einn af sex leikjum undir hans stjórn. Það er aðeins markatala sem heldur liðinu frá fallsæti eins og staðan er í dag. „Við erum með góðan hóp leikmanna og markmiðið er að komast upp í B-deildina. Óvissunni er lokið og nú getum við byrjað upp á nýtt. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Sýn mín og eigandana passar vel saman og það var því enginn vafi í mínum huga,“ sagði Darren Ferguson við BBC. Darren Ferguson var fótboltamaður á sínum tíma og lék meðal annars 27 leiki undir stjórn pabba síns hjá Manchester United á árunum 1990 til 1994. Hann var síðan í fimm ár hjá Wolverhampton Wanderers og átta ár hjá Wrexham. Ferguson tók fyrst við Peterborough United árið 2007 og stýrði því til 2009. Hann var síðan í minna en eitt ár með Preston North End áður en hann snéri aftur til Peterborough árið 2011. Ferguson var síðan með Peterborough-liðið frá 12. janúar 2011 til 21. febrúar 2015. Darren Ferguson verður 44 ára gamall í febrúar næstkomandi en þegar faðir hans Sir Alex Ferguson var á sama aldri var hann einu ári frá því að taka við liði Manchester United. Ferguson vann síðan 38 titla með Manchester United frá 1986 til 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15 Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45 „Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45 Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24 Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30 Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Ferguson: Rétt að ráða Moyes Alex Ferguson segir í nýrri heimildamynd að United hafi tekið rétta ákvörðun í leitinni að eftirmanni hans hjá Manchester United. 6. október 2015 08:15
Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho muni finna lausn á vanda Chelsea í upphafi tímabilsins. 10. október 2015 11:45
„Ferguson er bara vel við þá sem hlýða honum“ Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba og Mario Balotelli, eru engir vinir eins og kemur fram í nýrri bók Fergusons. 23. september 2015 08:45
Ferguson hefur trú á Klopp Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag. 9. október 2015 18:24
Ferguson ræddi við Guardiola um að taka við Manchester United Skoski knattspyrnustjórinn ræddi við Pep Guardiola um að taka við enska stórveldinu Manchester United en Ferguson greinir frá þessu í nýrri bók sem hann er að gefa út. 22. september 2015 07:30
Alex Ferguson: Var bara með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum mínum Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri Manchester United í 26 ár og United vann þrettán sinnum enska meistaratitilinn undir hans stjórn. Skotinn segist þó aðeins hafa verið með fjóra heimsklassa leikmenn í United-liðunum sínum. 22. september 2015 16:45