Miklu fleiri lesa sér nú til gagns í Fellaskóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Í Fellaskóla. Lesfimi og lesskilningur nemenda eykst þegar tveir nemendur lesa hvor fyrir annan. vísir/ANTON BRINK Sextíu og sjö prósent nemenda í 2. bekk í Fellaskóla í Breiðholti gátu lesið sér til gagns í lesskimuninni Læsi sem lögð var fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík síðastliðið vor. Hlutfallið er nú í fyrsta sinn yfir meðaltali í borginni. Á tímabilinu 2003 til 2013 var hlutfallið 22-49 prósent, að því er kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í dag. Starfsfólk skólans, þar sem sjö af hverjum tíu nemendum eiga annað móðurmál en íslensku, er auðvitað ánægt með árangurinn og þakkar hann samspili margra þátta, til dæmis nýrra kennsluaðferða, samfellds skóladags og fjölda stuðningsfulltrúa sem eru einn í hverjum bekk í 1. og 2. bekk.Kristín Sverrisdóttir kennari í FellaskólaNýjum kennsluaðferðum var bætt við fyrir nokkrum árum, meðal annars Byrjendalæsi og lestrarkennsluaðferðinni PALS sem byggir á samvinnunámi. PALS, Peer assistant learning strategies, hefur hlotið nafnið Pör að læra saman á íslensku. Stuðst er við niðurstöður úr lesfimiprófum til að para nemendur, tvo og tvo saman, til að tryggja að ekki verði of mikið misvægi á getu þeirra sem vinna saman. „Nemendur lesa hvor fyrir annan, leiðrétta hvor annan, ræða efnið sín á milli og velta fyrir sér hvað kemur næst í textanum. Þeir gefa líka hvor öðrum stig,“ segir Kristín Sverrisdóttir grunnskólakennari, einn þeirra kennara sem kenndu 2. bekk í fyrra. Haustið 2012 varð sú breyting á starfi 1. og 2. bekkjar að samfelldur skóladagur var lengdur. Hann er nú til 15.40 í stað 13.30. Að sögn Kristínar var skóladagurinn samþættur frístundastarfi og greiða foreldrar ekkert gjald til klukkan 15.40 á daginn. „Þetta er þróunarverkefni og sérstök áhersla er lögð á málörvun, félagsfærni, jákvætt námsumhverfi og jákvæð samskipti. Sömu stuðningsfulltrúarnir eru með börnunum allan daginn. Það skiptir einnig máli,“ tekur Kristín fram. Hún segir að ekki megi gleyma þætti sumarlesturs sem lögð hefur verið áhersla á. „Við höfum hvatt til sumarlesturs nemenda á yngsta stiginu og hann hefur aukist. Börnin fá medalíur á haustin fyrir sumarlesturinn og það finnst þeim spennandi.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sextíu og sjö prósent nemenda í 2. bekk í Fellaskóla í Breiðholti gátu lesið sér til gagns í lesskimuninni Læsi sem lögð var fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík síðastliðið vor. Hlutfallið er nú í fyrsta sinn yfir meðaltali í borginni. Á tímabilinu 2003 til 2013 var hlutfallið 22-49 prósent, að því er kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þorsteinssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í dag. Starfsfólk skólans, þar sem sjö af hverjum tíu nemendum eiga annað móðurmál en íslensku, er auðvitað ánægt með árangurinn og þakkar hann samspili margra þátta, til dæmis nýrra kennsluaðferða, samfellds skóladags og fjölda stuðningsfulltrúa sem eru einn í hverjum bekk í 1. og 2. bekk.Kristín Sverrisdóttir kennari í FellaskólaNýjum kennsluaðferðum var bætt við fyrir nokkrum árum, meðal annars Byrjendalæsi og lestrarkennsluaðferðinni PALS sem byggir á samvinnunámi. PALS, Peer assistant learning strategies, hefur hlotið nafnið Pör að læra saman á íslensku. Stuðst er við niðurstöður úr lesfimiprófum til að para nemendur, tvo og tvo saman, til að tryggja að ekki verði of mikið misvægi á getu þeirra sem vinna saman. „Nemendur lesa hvor fyrir annan, leiðrétta hvor annan, ræða efnið sín á milli og velta fyrir sér hvað kemur næst í textanum. Þeir gefa líka hvor öðrum stig,“ segir Kristín Sverrisdóttir grunnskólakennari, einn þeirra kennara sem kenndu 2. bekk í fyrra. Haustið 2012 varð sú breyting á starfi 1. og 2. bekkjar að samfelldur skóladagur var lengdur. Hann er nú til 15.40 í stað 13.30. Að sögn Kristínar var skóladagurinn samþættur frístundastarfi og greiða foreldrar ekkert gjald til klukkan 15.40 á daginn. „Þetta er þróunarverkefni og sérstök áhersla er lögð á málörvun, félagsfærni, jákvætt námsumhverfi og jákvæð samskipti. Sömu stuðningsfulltrúarnir eru með börnunum allan daginn. Það skiptir einnig máli,“ tekur Kristín fram. Hún segir að ekki megi gleyma þætti sumarlesturs sem lögð hefur verið áhersla á. „Við höfum hvatt til sumarlesturs nemenda á yngsta stiginu og hann hefur aukist. Börnin fá medalíur á haustin fyrir sumarlesturinn og það finnst þeim spennandi.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira