Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek Snærós Sindradóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir verjandi konunnar. mynd/aðsend Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi. Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi.
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15