Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek Snærós Sindradóttir skrifar 6. október 2015 07:00 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir verjandi konunnar. mynd/aðsend Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi. Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Íslensk kona sem er ákærð fyrir morðtilraun í Ungverjalandi segir að málið hafi haft áhrif á hana á allan mögulegan hátt. Hún eigi erfitt með vinnu og að sinna fjölskyldu sinni. Konan er á fertugsaldri og er starfandi læknir hér á landi. Hún var í læknisnámi í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands, árið 2012 þegar atvikið átti sér stað sem síðar leiddi til ákæru á hendur henni. Samkvæmt ungverskum fjölmiðlum er henni gefið að sök að hafa byrlað nígerískri vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Konan vísar þessu alfarið á bug. „Hún í rauninni telur að þarna hafi verið sviðsettur glæpur. Það er ekki um að ræða höfuðkúpubrot í þessu máli. Þarna er um að ræða, að mér skilst, nokkur spor í höfuðið og það eru áverkar sem umbjóðandi minn telur að fórnarlambið svokallaða hafi valdið sér sjálf,“ segir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, verjandi konunnar. „Þetta er hið hræðilegasta mál í raun og veru. Hún er ásökuð um mjög alvarlegan glæp sem hún segir sjálf að hún hafi ekki framið. Þannig að eðlilega er hún í miklu uppnámi, þetta er mjög alvarlegt mál.“ Ingibjörg segir að rannsókn málsins ytra sé ábótavant. Konunni hafi hingað til gengið illa að koma sinni hlið málsins á framfæri við stjórnvöld. Þá hafi sönnunargögnum sem hún hafi reynt að koma á framfæri ekki verið gefinn gaumur og sýni, sem hefðu verið tekin í sambærilegu máli hér á landi, ekki verið tekin. „Það átti að dæma í málinu í síðasta mánuði en eftir að ungversk yfirvöld komust á snoðir um það að íslensk yfirvöld vissu af málinu þá var því frestað,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvers vegna hún telji að svo sé segir hún: „Það er góð spurning. Ég held að það sé svona spurning um að leggja saman einhverjar tölur þarna. Það styður það sem hún segir að þarna er einhver undarleg málsmeðferð í gangi.“ Konan er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum. Samkvæmt 2. gr laga um framsal sakamanna má ekki undir neinum kringumstæðum framselja íslenska ríkisborgara. Fari svo að konan verði dæmd í Ungverjalandi á hún því ekki á hættu að vera send þangað til að afplána dóminn. Vafi ríkir um hvort hún myndi yfirhöfuð afplána neinn dóm. Fyrirtaka í málinu fer fram í nóvember á undirdómstigi sem svipar til héraðsdóms hér á landi.
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir á Íslandi. 5. október 2015 19:15