„Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 15:01 Dómarar í Hæstarétti. Vísir/stefán Það var fullt út úr dyrum í stofu 101 í Lögbergi í hádeginu í dag á málþingi Orators, félags laganema. Yfirskrift málþingsins var „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?“ en tilefnið er umdeild skipan dómnefndar sem metur hæfi umsækjenda um að gegna embætti hæstaréttardómara. Málið komst í hámæli í liðinni viku þegar greint var frá því að nefndin, sem er skipuð fimm körlum, hafi metið Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að taka við starfi hæstaréttardómara. Framsögumenn á málþinginu í dag voru þau Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðaradóttir, héraðdómslögmaður og formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.„Spurning hvort við förum ekki öll bara heim“ Skúli tók fyrstur til máls og áréttaði að hann væri ekki að tala sem formaður Dómarafélagsins. Félagið hefði ekki tekið fjallað um málið og því ekki tekið neina afstöðu til þess. Hann væri því að viðra sínar eigin skoðanir í framsögu sinni. „Mér finnst þessi spurning eins og hún er framsett bæði óljós og villandi,“ sagði Skúli um yfirskrift málþingsins og bætti við. „Við vitum að það er kannski ekki verið að spyrja hvort að Hæstiréttur sé undanþeginn jafnréttislögum heldur hvort að ákvæði jafnrétislaga gildi um skipan hæstaréttardómara.“ Hann fór síðan yfir það að ef karl og kona væru metin jafnhæf bæri að ráða þann einstakling sem væri af því kyni sem hallaði á í viðkomandi starfsstétt. „Ég veit ekki betur en að konur hafi verið metnar jafnhæfar körlum og verið skipaðar dómarar eða settar á þeim grundvelli. Þannig að það er nú svarið við þeirri spurningu og þá er spurning hvort við förum ekki öll bara heim,“ sagði Skúli og uppskar hlátur fundargesta.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.Segir hjákátlegt að sjá alþingismenn setja sig á háan hest Héraðsdómarinn vék máli sínu svo að skipan og starfi dómnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Skúli sagðist vera sammála því að það væri óheppilegt að dómnefndin væri aðeins skipuð körlum og að sú lagatúlkun sem lægi því til grundvallar (að dómstólalög væru æðri jafnréttislögum) væri ekki hafin yfir gagnrýni. „Þar er þó stuðst við þau rök að ráðherra geti ekki valið úr hverjir sitja í þessari nefnd. Það verður líka að vekja athygli á því að fyrst var skipað í þessa nefnd samkvæmt núgildandi lögum um dómstóla árið 2010. Þetta er því ástand sem hefur varað í 5 ár og ráðherra, nú eða Alþingi, hafa því haft nægan tíma til að bregðast við.“ Skúli nefndi svo að nýlega hefði Alþingi skipað nýjan mann í dómnefndina. Þingið tilnefndi karl en áður var konan í nefndinn fyrir Alþingi. Í ljósi þessa sagði Skúli það „hjákátlegt að sjá alþingismenn setja sig á háan hest í umræðu um skipan þessarar nefndar.“ Skúli sagðist svo ekki hafa séð sannfærandi rökstuðning fyrir því að konur hefðu borið sérstaklega skarðan hlut frá borði í starfi þessarar nefndar.Telur einhver merki um það að feðraveldið sé að gefa eftir Það er þó vissulega staðreynd að aðeins tvær konur eru dómarar við Hæstarétt. Skúli telur engu að síður ekki tímabært að ræða kynjakvóta í Hæstarétti og benti í því samhengi á að helmingur héraðsdómara eru konur. „Það eru því einhver merki um það að feðraveldið sé að gefa hægt og bítandi eftir, eða við vonum það allavega.“ Að lokum gagnrýndi Skúli störf dómnefndarinnar. Hann sagði skorta á að innra samræmi í álitum hennar og tók sem dæmi að reynsla við alþjóðlega dómstóla hafi stundum þótt skipta máli og stundum ekki. Þá telur hann að nefndin hafi gengið alltof langt í að ráða umsækjendum í ákveðna röð eftir hæfi. „Þetta skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum og ég lýsi sérstökum áhyggjum af því hvernig nefndin í mati sínu nú fjallar um 9 ára reynslu eins umsækjanda sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenskt réttarkerfi setur niður við þá umfjöllun sem þar er að finna um þetta efni. Þeir sem sitja í þessari nefnd og koma að skipan hennar þurfa að taka sér tak í sínum störfum.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Það var fullt út úr dyrum í stofu 101 í Lögbergi í hádeginu í dag á málþingi Orators, félags laganema. Yfirskrift málþingsins var „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?“ en tilefnið er umdeild skipan dómnefndar sem metur hæfi umsækjenda um að gegna embætti hæstaréttardómara. Málið komst í hámæli í liðinni viku þegar greint var frá því að nefndin, sem er skipuð fimm körlum, hafi metið Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að taka við starfi hæstaréttardómara. Framsögumenn á málþinginu í dag voru þau Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðaradóttir, héraðdómslögmaður og formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.„Spurning hvort við förum ekki öll bara heim“ Skúli tók fyrstur til máls og áréttaði að hann væri ekki að tala sem formaður Dómarafélagsins. Félagið hefði ekki tekið fjallað um málið og því ekki tekið neina afstöðu til þess. Hann væri því að viðra sínar eigin skoðanir í framsögu sinni. „Mér finnst þessi spurning eins og hún er framsett bæði óljós og villandi,“ sagði Skúli um yfirskrift málþingsins og bætti við. „Við vitum að það er kannski ekki verið að spyrja hvort að Hæstiréttur sé undanþeginn jafnréttislögum heldur hvort að ákvæði jafnrétislaga gildi um skipan hæstaréttardómara.“ Hann fór síðan yfir það að ef karl og kona væru metin jafnhæf bæri að ráða þann einstakling sem væri af því kyni sem hallaði á í viðkomandi starfsstétt. „Ég veit ekki betur en að konur hafi verið metnar jafnhæfar körlum og verið skipaðar dómarar eða settar á þeim grundvelli. Þannig að það er nú svarið við þeirri spurningu og þá er spurning hvort við förum ekki öll bara heim,“ sagði Skúli og uppskar hlátur fundargesta.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands.Segir hjákátlegt að sjá alþingismenn setja sig á háan hest Héraðsdómarinn vék máli sínu svo að skipan og starfi dómnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Skúli sagðist vera sammála því að það væri óheppilegt að dómnefndin væri aðeins skipuð körlum og að sú lagatúlkun sem lægi því til grundvallar (að dómstólalög væru æðri jafnréttislögum) væri ekki hafin yfir gagnrýni. „Þar er þó stuðst við þau rök að ráðherra geti ekki valið úr hverjir sitja í þessari nefnd. Það verður líka að vekja athygli á því að fyrst var skipað í þessa nefnd samkvæmt núgildandi lögum um dómstóla árið 2010. Þetta er því ástand sem hefur varað í 5 ár og ráðherra, nú eða Alþingi, hafa því haft nægan tíma til að bregðast við.“ Skúli nefndi svo að nýlega hefði Alþingi skipað nýjan mann í dómnefndina. Þingið tilnefndi karl en áður var konan í nefndinn fyrir Alþingi. Í ljósi þessa sagði Skúli það „hjákátlegt að sjá alþingismenn setja sig á háan hest í umræðu um skipan þessarar nefndar.“ Skúli sagðist svo ekki hafa séð sannfærandi rökstuðning fyrir því að konur hefðu borið sérstaklega skarðan hlut frá borði í starfi þessarar nefndar.Telur einhver merki um það að feðraveldið sé að gefa eftir Það er þó vissulega staðreynd að aðeins tvær konur eru dómarar við Hæstarétt. Skúli telur engu að síður ekki tímabært að ræða kynjakvóta í Hæstarétti og benti í því samhengi á að helmingur héraðsdómara eru konur. „Það eru því einhver merki um það að feðraveldið sé að gefa hægt og bítandi eftir, eða við vonum það allavega.“ Að lokum gagnrýndi Skúli störf dómnefndarinnar. Hann sagði skorta á að innra samræmi í álitum hennar og tók sem dæmi að reynsla við alþjóðlega dómstóla hafi stundum þótt skipta máli og stundum ekki. Þá telur hann að nefndin hafi gengið alltof langt í að ráða umsækjendum í ákveðna röð eftir hæfi. „Þetta skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum og ég lýsi sérstökum áhyggjum af því hvernig nefndin í mati sínu nú fjallar um 9 ára reynslu eins umsækjanda sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenskt réttarkerfi setur niður við þá umfjöllun sem þar er að finna um þetta efni. Þeir sem sitja í þessari nefnd og koma að skipan hennar þurfa að taka sér tak í sínum störfum.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. 30. september 2015 07:00